Uppskriftin sem kemur vikunni í gang

Ljósmynd/Erna Sverris

Hér er á ferðinni hreint guðdómlegt salat sem sameinar allt það sem við elskum. Sérlega bragðgott, vandað, einfalt og fljótlegt - svo ekki sé minnst á heilsusamlegt og ómótstæðilegt.

Það er Erna Sverris sem er höfundur uppskriftarinnar sem er vel þess virði að prófa.

Laxasalat með kaldri karrísósu

Fyrir fjóra

  • 8 stk. meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
  • 700 g beinlaus og roðflettur lax, skorinn í bita
  • 2 1⁄2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 3 stk. hvítlauksrif, marin
  • ½ msk. dijon sinnep
  • 2 msk. ítölsk steinselja, fínsöxuð
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • ½ stk. sítróna, skorin í þunnar sneiðar
  • 1 ½ dl fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn
  • 7 stk. sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla
  • klettasalat eftir smekk
  • ítölsk steinselja, söxuð, eftir smekk (má sleppa)

Köld karrísósa:

  • 1 msk. karrí
  • 2 msk. sjóðandi vatn
  • 1 ½ dl majónes
  • 1 dl sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 2 stk. litlar sýrðar gúrkur, fínsaxaðar
  • 1 stk. hvítlauksrif, marið
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • hunang, eftir smekk

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 225°C.
  2. Setjið kartöfluteningana í ágætlega stórt eldfast fat.
  3. Hellið ½ msk. af ólífuolíu yfir.
  4. Saltið aðeins og piprið.
  5. Steikið í ofni í 20 mínútur.
  6. Hrærið saman 2 msk. af ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk, sinnepi og steinselju.
  7. Saltið og piprið.
  8. Hellið þessu síðan yfir laxabitana.
  9. Dreifið bitunum yfir kartöflurnar ásamt sítrónusneiðunum og látið aftur inn í ofn í 10 mínútur.
  10. Að því loknu sáldrið þá sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, klettasalati og ítalskri steinselju yfir.
  11. Berið strax fram með eða án kaldrar karrísósu.

Þá er það karrísósan.

  1. Hellið sjóðandi vatni yfir karríið og látið standa í 15 mínútur.
  2. Hrærið því svo saman við næstu fjögur hráefni.
  3. Smakkið til með salti, pipar og hunangi.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert