Uppskriftin sem kemur vikunni í gang

Ljósmynd/Erna Sverris

Hér er á ferðinni hreint guðdóm­legt sal­at sem sam­ein­ar allt það sem við elsk­um. Sér­lega bragðgott, vandað, ein­falt og fljót­legt - svo ekki sé minnst á heilsu­sam­legt og ómót­stæðilegt.

Það er Erna Sverr­is sem er höf­und­ur upp­skrift­ar­inn­ar sem er vel þess virði að prófa.

Upp­skrift­in sem kem­ur vik­unni í gang

Vista Prenta

Laxa­sal­at með kaldri karrísósu

Fyr­ir fjóra

  • 8 stk. meðal­stór­ar kart­öfl­ur, skorn­ar í ten­inga
  • 700 g bein­laus og roðflett­ur lax, skor­inn í bita
  • 2 1⁄2 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 3 stk. hvít­lauksrif, mar­in
  • ½ msk. dijon sinn­ep
  • 2 msk. ít­ölsk stein­selja, fín­söxuð
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar
  • ½ stk. sítr­óna, skor­in í þunn­ar sneiðar
  • 1 ½ dl fetakubb­ur frá Gott í mat­inn, mul­inn
  • 7 stk. sólþurrkaðir tóm­at­ar, skorn­ir í strimla
  • kletta­sal­at eft­ir smekk
  • ít­ölsk stein­selja, söxuð, eft­ir smekk (má sleppa)

Köld karrísósa:

  • 1 msk. karrí
  • 2 msk. sjóðandi vatn
  • 1 ½ dl maj­ónes
  • 1 dl sýrður rjómi frá Gott í mat­inn
  • 2 stk. litl­ar sýrðar gúrk­ur, fínsaxaðar
  • 1 stk. hvít­lauksrif, marið
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar
  • hun­ang, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 225°C.
  2. Setjið kart­ö­flu­ten­ing­ana í ágæt­lega stórt eld­fast fat.
  3. Hellið ½ msk. af ólífu­olíu yfir.
  4. Saltið aðeins og piprið.
  5. Steikið í ofni í 20 mín­út­ur.
  6. Hrærið sam­an 2 msk. af ólífu­olíu, sítr­ónusafa, hvít­lauk, sinn­epi og stein­selju.
  7. Saltið og piprið.
  8. Hellið þessu síðan yfir laxa­bit­ana.
  9. Dreifið bit­un­um yfir kart­öfl­urn­ar ásamt sítr­ónusneiðunum og látið aft­ur inn í ofn í 10 mín­út­ur.
  10. Að því loknu sáldrið þá sólþurrkuðum tómöt­um, feta­osti, kletta­sal­ati og ít­alskri stein­selju yfir.
  11. Berið strax fram með eða án kaldr­ar karrísósu.

Þá er það karrísós­an.

  1. Hellið sjóðandi vatni yfir karríið og látið standa í 15 mín­út­ur.
  2. Hrærið því svo sam­an við næstu fjög­ur hrá­efni.
  3. Smakkið til með salti, pip­ar og hun­angi.

Höf­und­ur: Erna Sverr­is­dótt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert