Er þetta flottasti McDonalds staður heims?

Þennan McDonalds stað væri gaman að heimsækja - en hann …
Þennan McDonalds stað væri gaman að heimsækja - en hann er einnar sinnar tegundar í heiminum. mbl.is/Visit Batumi

Það eru rétt um 40 þúsund McDonalds staðir til víðsvegar um heiminn - en þessi hér er engum öðrum líkur. Húsið er ein stór glerbygging! Skyndibitakeðjan hefur síðustu ár verið að opna staði sem eru ekki í takt við gömlu góðu staðina - eða þar sem arkitektúr fær að njóta sín með nýju litavali og jafnvel munstrum. Í Las Vegas má til dæmis finna stað sem er eins og risastór bogi í laginu, og í Georgíu má finna umrædda glerbyggingu.

Staðurnn liggur við strandlengjuna í Batumi sem er vinsæll ferðamannastaður fyrir þá sem kjósa strandarlíf og 19. aldar byggingar. Hann var byggður árið 2013 og hannaður af Harvard menntaða arkitektinum Giorgi Khmaladze. Árið 2014 hlaut staðurinn verðlaun ArchDaily, fyrir The Best Commercial Building. Að innan er staðurinn eins minimalískur og hugsast getur, með eingöngu svörtum og hvítum húsgögnum í bland við viðarborð og stóla - jafnvel stiginn er úr gleri. Það sem meira er, þá er staðurinn byggður ofan á bensínstöð svo möguleikarnir eru að fylla bæði bíl og börn á sama tíma í bílalúgu - hversu fullkomið er það. 

mbl.is/Visit Batumi
mbl.is/Marynka Mandarinka/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka