Nýjasta matartrendið inniheldur vodka og smjör

Carolina er vinsæll kokkur á TikTok.
Carolina er vinsæll kokkur á TikTok. mbl.is/TikTok @carolinagelen

Við höf­um varla und­an að fylgj­ast með öll­um þeim nýj­ung­um sem finn­ast á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok - en það allra nýj­asta er vod­ka-smjör sem þykir ansi ljúf­fengt.

Það var TikT­ok kokk­ur­inn @carol­inag­elen sem birti mynd­skeið með upp­skrift að vod­ka­smjöri sem er afar ein­falt í fram­reið. Carol­ina mæl­ir með að nota smjörið með an­sjó­s­um eða öðru fisk­meti, þá smurt ofan á brauð og jafn­vel raspa sítr­ónu­börk yfir.

Vod­ka­smjör

  • 226 grömm ósaltað smjör, við stofu­hita.
  • 90 grömm af vod­ka að eig­in vali
  • Setjið í bland­ara og blandið sam­an þar til silkimjúkt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert