Drykkurinn sem var hannaður fyrir ömmu

Arna María Hálfdánardóttir og drykkurinn sem hannaður var fyrir ömmu.
Arna María Hálfdánardóttir og drykkurinn sem hannaður var fyrir ömmu.

Frétt­ir sem þess­ar vekja alltaf tölu­verða at­hygli enda hafa neyt­end­ur mik­inn áhuga á nýj­ung­um í mat­væla­geir­an­um. Að sögn Örnu Hálf­dán­ar­dótt­ur, sölu- og markaðsstjóra Mjólk­ur­vinnsl­unn­ar Örnu, á drykk­ur­inn sér skemmti­lega sögu, þar sem amma henn­ar leik­ur lyk­il­hlut­verkið.

„Við vor­um að leita að spenn­andi nýj­um vör­um sem við gæt­um farið að fram­leiða og þá ekki endi­lega ein­hverju sem við höf­um áður gert. Það kom til umræðu að amma get­ur ekki drukkið þessa hefðbundnu mjólk­ur­próteindrykki þar sem hún þolir þá illa og þeir geta verið þung­ir í mag­ann. Flest­ir próteindrykk­ir á markaðnum eru gerðir úr mjólk. Fólk not­ar þá til að fá prótein en þolir kannski illa mjólk­ina. Okk­ur datt þá í hug hvort við gæt­um ekki notað mysu­próteinið sem er notað í mjólk­ur-próteindrykk­ina sem prótein­gjafa í ann­ars kon­ar vöru. Þá kviknaði hug­mynd­in um að búa til kol­sýrðan próteindrykk,“ seg­ir Arna. Í kjöl­farið fór af stað mik­il vinna þar sem skoða þurfti hvar mörk­in lægju, hvað hægt væri að hafa mikið mysu­prótein í hverri ein­ingu. Mik­il­vægt var að ná fram kost­um mysu­próteins­ins en það eru ekki marg­ir kol­sýrðir drykk­ir sem inni­halda það.“

Nafnið á sér sögu

„Nafnið er til­komið út frá smá nostal­g­íu hjá okk­ur fjöl­skyld­unni en fyr­ir 24 árum kom fyrsti til­búni próteindrykk­ur­inn á markað sem bar nafnið Prim­us og var þróaður af okk­ar eina sanna Hálf­dáni [stofn­anda Örnu -innsk. blm.]. Hann var þá starf­andi sam­lags­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­lagi Ísfirðinga sem var og hét. Prim­us próteindrykk­ur­inn var ekki lengi á markaði á þeim tíma enda virðist sem hann hafi komið aðeins of snemma á markaðinn. Það var svo nokkr­um árum síðar sem sam­bæri­leg­ir próteindrykk­ir hófu inn­reið sína á markaðinn sem urðu og eru enn í dag mjög vin­sæl­ir,“ seg­ir Arna.

Prim­us prótein­vatnið er létt­kol­sýrt prótein­vatn sem inni­held­ur 14 grömm af hágæðamysu­próteini í hverri dós. Það er að sögn Örnu hugsað sem þægi­leg­ur og svalandi prótein­gjafi sem gefi fólki kost á að ná sér í prótein á ein­fald­an hátt. Drykk­ur­inn er jafn­framt svalandi og því afar heppi­leg­ur eft­ir góða æf­ingu.

Ekki orku­drykk­ur

Prótein­vatnið inni­held­ur ekk­ert koff­ín og eng­an syk­ur, bara prótein og smá bragðefni. „Mér finnst mik­il­vægt að koma því líka á fram­færi að þetta er ekki mysu­drykk­ur og ekki orku­drykk­ur, þetta er ekki sam­bæri­leg vara við marga þá drykki sem eru mjög vin­sæl­ir á markaðnum í dag. Kost­ir hans eru aðrir en það sem þeir drykk­ir hafa fram að færa,“ seg­ir Arna. Vöruþró­un­in stóð yfir í tölu­verðan tíma enda vanda­samt að sögn Örnu að ná rétta jafn­vægispunkt­in­um í bragðinu. Mysu­próteinið geti verið dá­lítið súrt á bragðið og því mik­il­vægt að bragðið verði rétt stillt; hvorki súrt né of sætt. „Við telj­um okk­ur vera búin að ná rétta jafn­væg­inu og all­ar bragðpróf­an­ir hafa komið virki­lega vel út.“

Þróaður út frá lýðheilsu­sjón­ar­miðum

Arna seg­ir að drykk­ur­inn hafi verið þróaður út frá lýðheilsu­sjón­ar­miðum um kol­sýrða drykki en þeir kol­sýrðu drykk­ir sem séu á markaðinum í dag inni­haldi yf­ir­leitt koff­ín og ýmis auka­bragðefni. „Við vild­um bjóða uppá kol­sýrðan drykk sem inni­héldi ekki koff­ín eða mikið af auka­efn­um. Uppistaðan í prótein­vatn­inu er bara vatn, prótein og sætu­efni sem við not­um til þess að vega upp á móti því súra bragði sem mysu­próteinið gef­ur.“

Amma öll önn­ur

„Prim­us prótein­vatn er í raun­inni fyr­ir fólk á öll­um aldri enda prótein mik­il­vægt nær­ing­ar­efni fyr­ir lík­amann. Og af því að ég var nú búin að nefna hana ömmu, þá er gam­an að segja frá því að hún tók eft­ir því að mat­ar­lyst­in fór að aukast eft­ir að hún byrjaði að drekka drykk­inn reglu­lega. Hún tal­ar um að lík­am­leg líðan hafi batnað, sem er gleðiefni og lík­am­inn að fá sín nauðsyn­legu prótein í leiðinni. En ann­ars er drykk­ur­inn fyrst og fremst hugsaður sem þægi­leg­ur og svalandi prótein­gjafi sem er ein­föld leið til að fylla á próteintank­inn, hvort sem það er bara í gegn­um dag­inn, á eða eft­ir æf­ingu og um leið svala þorst­an­um. Hann er fersk­ur, svalandi og góður til að grípa með sér. Og auðvitað best að drekka hann ís­kald­an,“ seg­ir Arna.

Öflugri vöruþróun

Mjólk­ur­vinnsl­an Arna hef­ur vakið at­hygli fyr­ir öfl­uga vöruþróun og þá ekki síst nýj­ungagirni þar sem farið er út fyr­ir hefðbund­inn ramma mjólk­ur­vinnslu. Þannig hef­ur öfl­ug haframjólk­ur­lína litið dags­ins ljós auk auðvitað prótein­vatns­ins. „Það hef­ur alltaf verið mark­miðið okk­ar að vera í öfl­ugri vöruþróun, finna það sem vant­ar á markaðinn og reyna okk­ar besta til þess að mæta þeirri þörf. Það var eins þegar Arna byrjaði fyr­ir tæp­lega tíu árum. Þá var mark­miðið að bjóða fólki, sem ekki gæti neytt hefðbund­inna mjólk­ur­vara, upp á fjöl­breytt úr­val af fersk­um mjólkuraf­urðum án laktósa. Úrvalið á þeim tíma var ansi dap­urt og við vild­um bæta úr því,“ seg­ir Arna og seg­ir svipað hafa verið upp á ten­ingn­um þegar dótt­ur­fram­leiðsla Örnu leit dags­ins ljós. „Það var svipað með Veru Örnu­dótt­ur. Okk­ur fannst vanta úr­val af fersk­um og bragðgóðum veg­an mjólkuraf­urðum fyr­ir þá sem þola ekki mjólk­ur­vör­ur úr kúamjólk eða neyta þeirra ekki. Útkom­an var mjög góð og viðtök­urn­ar við Veru-vör­un­um verið frá­bær­ar. Okk­ur finnst áhuga­vert og spenn­andi að prófa okk­ur áfram með nýja og öðru­vísi hluti og enn betra ef við náum að upp­fylla ein­hverja þörf sem er til staðar. Þá er mark­miðinu okk­ar náð, sem er að all­ir geti setið við sama borð, burt­séð frá óþoli eða of­næmi.“

Þakk­lát fyr­ir viðtök­urn­ar

Rekst­ur­inn hef­ur gengið vel und­an­far­in ár þó Arna segi að vissu­lega gangi oft á ýmsu og að marg­ir ut­anaðkom­andi þætt­ir hafi haft áhrif á starf­sem­ina. „Við höld­um ótrauð áfram veg­inn með bjart­sýni og já­kvæðnina í vas­an­um og höld­um bara áfram að gera það sem við ger­um best, að fram­leiða góðar vör­ur og að þjón­usta okk­ar viðskipta­vini sem best við get­um. Við erum virki­lega þakk­lát fyr­ir viðtök­urn­ar og viðmótið í okk­ar garð síðastliðin ár og það er það sem knýr okk­ur áfram,“ seg­ir Arna.

Margt fram und­an

Arna seg­ir spenn­andi tíma fram und­an hjá fyr­ir­tæk­inu enda þríf­ist þau best þegar mikið er í gangi. „Við erum að vinna að nýj­um bragðteg­und­um á sum­um vöru­teg­und­um, bæði Örnu­vör­um og Veru-hafra­vör­un­um og nýj­um vör­um. Þar á meðal er spenn­andi sam­starfs­verk­efni sem við höf­um verið að vinna að með Te og Kaffi sem við hlökk­um til að kynna mjög fljót­lega. Svo ætl­um við að fagna tíu ára starfsaf­mæli í sept­em­ber, sem mér finnst reynd­ar al­veg ótrú­legt. Enda hef­ur þessi tími liðið mjög hratt, sem hann vill oft gera þegar vel geng­ur og maður hef­ur gam­an af því sem maður er að gera, sem er klár­lega til­fellið hjá okk­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert