Morgunmaturinn sem bragðast eins og sælgæti

Ljósmynd/Linda Ben
Hér eru það pró­tín og kolla­gen sem leika lyk­il­hlut­verk en graut­ur­inn er eig­in­lega meira eins og eft­ir­rétt­ur á bragðið þar sem hann er svaka­lega bragðgóður. Það er Linda Ben sem á heiður­inn af þess­ari snilld eins og henni einni er lagið.

Morgunmaturinn sem bragðast eins og sælgæti

Vista Prenta

Pró­tín­rík­ur chia­graut­ur með berj­um

  • 1 1/​2 msk. chia­fræ
  • 1 msk. hafr­ar
  • 10 möndl­ur
  • 1 dl vatn
  • 2 skeiðar Feel Ice­land-kolla­gen
  • 1/​8 tsk. vanillu­duft (má sleppa)
  • 2 msk. grískt jóg­úrt
  • 1/​2 ban­ani
  • ber (fersk eða fros­in)
  • 1/​2 msk. kakónibb­ur
  • kanill
  • kó­kos­flög­ur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið chia­fræ og hafra í skál.
  2. Setjið möndl­ur og vatn í bland­ara og blandið þar til möndl­umjólk hef­ur mynd­ast (það er í góðu lagi að all­ar möndl­urn­ar hakk­ist ekki al­veg og smá bit­ar séu í mjólk­inni). Hellið möndl­umjólk­inni í skál, hrærið og leyfið grautn­um að taka sig í um það bil 15 mín­út­ur eða þar til hann er orðinn þykk­ur.
  3. Bætið kolla­geni út í og hrærið.
  4. Bætið vanillu­dufti út í og hrærið.
  5. Bætið grískri jóg­úrt út á skál­ina ásamt ban­anasneiðum, berj­um, kakónibb­um og ör­litlu af kanil.
Ljós­mynd/​Linda Ben
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert