Svona flýtir þú fyrir að deigið hefist

Nýbakað er best!
Nýbakað er best! mbl.is/Colourbox

Fyr­ir mörg­um get­ur tím­inn sem tek­ur ger­deig að hef­ast, verið ákveðin hindr­un í að kasta sér út í bakst­ur­inn - því það er gef­in staðreynd að við erum alltaf hálfpart­inn að flýta okk­ur. Hér er aðferð sem þú viss­ir ef­laust ekki af fyrr en núna, sem læt­ur deigið hef­ast á nokkr­um sek­únd­um.

Ein­falda út­gáf­an er sú að þú set­ur deigið á bök­un­ar­papp­ir og á disk, og inn í ör­bylgju­ofn. Láttu ofn­inn vinna á 900 W í 20-30 sek­únd­ur og jafn­vel aðeins leng­ur ef deigið verður ekki volgt. Mótaðu deigið í boll­ur (sértu að fara baka slíkt) og láttu standa í 20 mín­út­ur áður en þú bak­ar þær eft­ir upp­skrift­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert