Svona þrífur Elísabet Air-fryerinn sinn

Vin­sæl­asta eld­hús­tækið þessi dægrin er án efa air-fryer, eða loftsteik­inga­tæki. Elísa­bet Sig­urðardótt­ir er án efa einn mesti reynslu­bolt­inn er kem­ur að notk­un tæk­is­ins, en hún held­ur úti síðunni Air­fryerupp­skrift­ir á In­sta­gram þar sem hún deil­ir upp­skrift­um og góðum ráðum varðandi græj­una.

Marg­ir velta því fyr­ir sé hvernig best sé að þrífa græj­una og þegar Elísa­bet er spurð stend­ur ekki á greinagóðu svari.

Elísa­bet seg­ist alltaf þrífa sinn air-fryer í hönd­un­um. „Ég þríf minn alltaf í hönd­un­um með smá uppþvotta­legi og mjúk­um svampi. Ég legg air-fryer­inn oft í bleyti á meðan við borðum og þá er mjög ein­falt að þrífa hann þegar við göng­um frá eft­ir mat­inn.“

Hægt er að fylgj­ast með Elísa­betu nán­ar hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert