Besta bökunartrix allra tíma

Hér er besta aðferðin til að mýkja upp smjör.
Hér er besta aðferðin til að mýkja upp smjör. Mbl.is/bakingkneads.com

Hér fær­um við ykk­ur allra besta bök­un­ar­trix sem sést hef­ur til þessa. Splúnku­ný aðferð til að mýkja upp smjör í bakst­ur­inn.

Það er Abby á Manila Spoon sem deildi þessu ráði á Face­book síðu sinni, en hún deil­ir upp­skrift­um, góðum ráðum og mynd­um af því sem hún tek­ur upp á hverju sinni. Abby er lög­fræðing­ur að mennt en í dag er hún heima­vinn­andi hús­móðir og for­fall­inn mat­gæðing­ur. Hér er henn­ar besta ráð til að mýkja upp smjör án þess að bræða það.

  • Hellið sjóðandi heitu vatni í glas eða annað gler sem þolir mik­inn hita.
  • Hellið því næst vatn­inu af og leggið glasið yfir smjörklump­inn í nokkr­ar mín­út­ur, sem mun mýkj­ast upp á auga­bragði.

Hægt er að fylgj­ast bet­ur með Abby á manila­spoon.com.

mbl.is/​Face­book_Manila Spoon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert