Svona heldur þú hvítum þvotti skjannahvítum

mbl.is/Colourbox

Það er alls ekki sjálf­gefið að hvít­ur þvott­ur verði skjanna­hvít­ur eft­ir hvern þvott - og sér­stak­lega ekki ef um ein­hvers­kon­ar bletti eru að ræða. Hér er stór­snjallt hús­ráð, hvernig best sé að halda þvott­in­um fersk­um og hvít­um sem lengst.

Sum­ir leggja hvítu föt­in sín í bleyti áður en þeim er skutlað inn í þvotta­vél­ina og taka þar snún­ing. Og til þess að halda þeim hvít­um sem lengst, þá er þetta ráð sem vert er að fara eft­ir.

  • Takið lítið hand­klæði og hellið uppþvotta­lögi yfir það.
  • Stingið hand­klæðinu með hvíta þvott­in­um og þvoið flík­urn­ar sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  • Uppþvotta­lög­ur­inn mun hjálpa til við að halda þvott­in­um tand­ur­hrein­um og extra hvít­um þar sem yf­ir­borðsblett­ir og óhrein­indi munu skol­ast auðveld­lega úr.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert