Aspasbaka með beikoni og rjómaosti

Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Hér er á ferðinni ein­stak­lega góð baka með rjóma­osti með kara­mellíseruðum
lauk. Þessa verðið þið að prófa! Það er eng­in önn­ur en Helena Gunn­ars­dótt­ir sem á heiður­inn að þess­ari snilld.

Aspasbaka með beikoni og rjómaosti

Vista Prenta

Asp­asbaka með bei­koni og rjóma­osti

Botn:

  • 200 g hveiti (heil­hveiti eða gróft spelt og hveiti til helm­inga)
  • 1⁄2 tsk. salt
  • 80 g kalt smjör skorið í litla bita
  • 1⁄2 dl vatn

Fyll­ing:

  • 6 stk. sneiðar bei­kon, skorn­ar smátt
  • 2 stk. skallottu­lauk­ar, smátt saxaðir (2-3)
  • 1 krukka eða dós asp­as
  • 5 stk. egg
  • 2 dl rjómi frá Gott í mat­inn
  • 1 dl rif­inn bragðmik­ill ost­ur eins og Óðals Tind­ur eða Óðals ost­ur
  • 6 msk. rjóma­ost­ur með kara­melliseruðum lauk
  • 1⁄2 tsk. sinn­eps­duft (eða 1 tsk. dijon sinn­ep)
  • salt og pip­ar

Botn

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, ann­ars 190 gráður.
  2. Blandið smjör­inu sam­an við hveitið með fingr­un­um þannig að það verði að mylsnu. Blandið vatn­inu vel sam­an við og hnoðið aðeins sam­an.
  3. Setjið í laus­botna böku­form eða eld­fast mót og þrýstið í botn­inn og aðeins upp á hliðarn­ar.
  4. Gatið botn­inn með gaffli á nokkr­um stöðum og for­bakið í 15 mín­út­ur.

Fyll­ing

  1. Steikið bei­konið þar til stökkt. Bætið þá laukn­um á pönn­una og steikið áfram þar til lauk­ur­inn er mjúk­ur. Takið til hliðar.
  2. Pískið sam­an egg, rjóma, 3 msk. rjóma­ost, rif­inn ost, sinn­ep og salt og pip­ar eft­ir smekk. Skerið asp­asinn smátt og blandið sam­an við en skiljið topp­ana eft­ir til að skreyta bök­una með. Hellið bei­kon­inu og laukn­um sam­an við.
  3. Hellið fyll­ing­unni í böku­skel­ina. Toppið með asp­as og litl­um dopp­um af rjóma­osti.
  4. Bakið í 30 mín­út­ur og berið fram volga eða við stofu­hita.
Ljós­mynd/​Helena Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert