Svona gerir þú kryddsmjör og kryddsalt

Gott kryddsmjör er ómetanlegt með góðum grillmat.
Gott kryddsmjör er ómetanlegt með góðum grillmat. mbl.is/TM

Það er ein­fald­ara en við höld­um að út­búa okk­ar eigið krydds­mjör - því eina sem til þarf er að saxa upp­á­halds kryd­d­jurtirn­ar þínar og blanda þeim sam­an við mjúkt smjörið. Og til þess að fá smjörið extra hvítt og loft­kennt - þá skaltu þeyta það í smá stund með mjólk­ur­dreitil og út­kom­an verður unaðsleg.

Krydd­salt

Þeir sem vilja ganga skref­inu lengra, geta út­búið sitt eigið krydd­salt - þá eru það held­ur eng­in stór­vís­indi þar á bak við. Saxaðu niður þær kryd­d­jurtir sem hug­ur­inn girn­ist (t.d. sítr­ónu, chili eða hví­lauk) og settu í bland­ara ásamt því magni af salti sem óskað er eft­ir. Blandið vel sam­an og hellið því næst á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og þurrkið blönd­una í ofni við 60 gráður í 30 mín­út­ur. Látið kólna á plöt­unni.

Skot­held­ar upp­skrift­ir sem inni­halda krydds­mjör:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert