Svona þrífur þú fitu af eldhússkápunum

Mbl.is/Dezeen.com

Okk­ar ástkæra eld­hús á það til að verða skít­ug­ara en okk­ur grun­ar. Hér er aðferð til að þrífa fit­una og óhrein­ind­in af eld­hús­skáp­un­um - en skápa­fram­hliðarn­ar geta orðið ansi fitug­ar ef við erum ekki dug­leg að þurrka af þeim reglu­lega. Og trixið í þessu öllu sam­an er að nota skúr­inga­mopp­una til að renna yfir skáp­an. 

Bland­an sem tek­ur alla fitu af eld­hús­skáp­un­um

  • 1/​2 bolli heitt vatn
  • 1/​4 bolli edik
  • 1/​4 bolli safi úr sítr­ónu
  • Blandið öllu sam­an og spreyið á skáp­ana.
  • Notið skúr­inga­moppu til að auðvelda þrif­in og þurrkið yfir með þurr­um klút.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert