Geggjað kjúklingasalat Lindu Ben

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höf­um við æðis­lega gott og orku­mikið kjúk­linga­sal­at sem er al­veg stút­fullt af holl­ustu,“ seg­ir Linda Ben um þetta geggjaða sal­at.

„Maður byrj­ar á því að elda sætu kart­öfl­urn­ar og svepp­ina, svo sker maður rest­ina af inni­halds­efn­un­um niður og bland­ar öllu sam­an í skál. Krydd­ar svo með chili­ol­íu (eða ann­arri olíu ef maður fíl­ar ekki sterkt), salti og pip­ar og smá meira af þurrkuðu chili ef vill. Þetta er fljót­leg­ur rétt­ur og bráðholl­ur, al­veg eins og við vilj­um hafa hlut­ina.“

Geggjað kjúklingasalat Lindu Ben

Vista Prenta

Kraft­mikið kjúk­linga­sal­at

  • 3 for­eldaðar kjúk­linga­bring­ur
  • 1-2 for­soðnar rauðróf­ur
  • 1/​2 sæt kart­afla (eða ein lít­il)
  • 75 g kletta­sal­at
  • 2 dl blá­ber
  • 100 g svepp­ir
  • 1 msk. sól­blóma­fræ
  • 100 g rif­inn mozzar­ella frá Örnu Mjólk­ur­vör­um
  • U.þ.b. 2 msk. chili­ol­ía (eða önn­ur ólífu­olía ef þið viljið ekki hafa sal­atið sterkt, líka hægt að setja 1 msk chili og 1 msk venju­lega olíu)
  • salt og pip­ar
  • þurrkað chili eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C, und­ir- og yf­ir­hita.
  2. Skerið sætu kart­öfl­una og svepp­ina í bita, setjið á smjörpapp­írsklædda ofn­plötu, setjið olíu og salt&pip­ar yfir. Bakið í u.þ.b. 20 mín. eða þar til kart­öfl­urn­ar og svepp­irn­ir eru mjúk í gegn.
  3. Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar og rauðróf­una niður í bita.
  4. Setjið sætu kart­öfl­urn­ar, svepp­ina, kjúk­linga­bring­urn­ar, rauðróf­una, kletta­sal­atið, blá­ber­in, sól­blóma­fræ­in og rifna mozzar­ell­ann í skál. Hellið chili­ol­íu yfir, kryddið með salti, pip­ar og chili­f­lög­um (sleppið ef þið viljið ekki hafa sal­atið sterkt), blandið öllu vel sam­an og setjið í skál­ar.
Ljós­mynd/​Linda Ben
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert