Kynna nýja bragðtegund á vinsælu súkkulaði

Ljósmynd/Nói Síríus

Það er mikið um að vera þessi dægrin í nýsköpun í sælgætisframleiðslu og nú kynnir Nói Sírius til leiks nýja bragðtegund af hinu vinsæla súkkulaði Eitt Sett. Um er að ræða svokallað Sumar Sett sem verður eingöngu í boði í skamman tíma en súkkulaðið er með appelsínubragði sem blandað er saman við sígildan lakkrísinn.

„Það er svo gaman að vinna með þetta skemmtilega vörumerki að við hreinlega getum ekki hætt. Ég vona að þjóðin fyrirgefi okkur það,“ segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus aðspurð að því hvort ekki sé komið nóg af nýjungum í Eitt Sett vörulínuna í bili.

„Við erum spennt fyrir sumrinu og langaði að bæta aðeins í Eitt Sett gleðina með þessari sólríku og sumarlegu útgáfu. Appelsínusúkkulaði er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að para saman við lakkrís en bragðið er himneskt og kemur skemmtilega á óvart,“ segir Alda að lokum og bætir við að vonandi verði þjóðin jafn ánægð með útkomuna og hún sjálf. Það er eðlilegt að fólk bíði spennt eftir að smakka Sumar Settið því það er líklega fyrsta vara sögunnar sem sameinar appelsínusúkkulaði og lakkrís. Varan er væntanleg í verslanir nú um mánaðarmótin að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert