Merkilegar staðreyndir um banana

mbl.is/Colourbox

Bananar eru fullir af næringarefnum og góðir sem millimál á daginn. En það er ýmislegt sem við þurfum að vita um banana - eins og að þeir eru algjörar kuldaskræfur.

Ástæðan fyrir því að við megum ekki geyma banana í ísskápnum er í raun nokkuð einföld. Þeir eru hálfgerðar kuldaskræfur, þeir verða mislitir og bragðið breytist. Sumir vilja meina að bananar missi allan sjarmann ef þeir fara inn í ísskáp.

Hvernig er best að geyma banana?
Bananar elska að vera á svölum stað og þá við 12-14 gráðu hita. Því skaltu aldrei geyma banana nálægt ofninum eða helluborðinu í eldhúsinu.

Ekki henda þroskuðum bönunum
Þegar bananar verða svartir á hýðinu og of mjúkir í sér, þá eru þeir fullkomnir í bakstur. Hér fyrir neðan eru nokkrar uppskriftir sem innihalda banana og við mælum heilshugar með að prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert