Nei, hættu nú alveg María Gomez!

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með eft­ir­rétt sem form­lega spreng­ir alla skala. Við erum að tala um nokkuð sem við höf­um aldrei séð áður - skyr bru­lee - sem gæti auðvitað verið eitt­hvað eld­gam­alt en í okk­ar bók­um er þetta splunku­nýtt!

Brulée-ið par­ar María sam­an við vin­sæl­asta ís­inn á land­inu (eða svo gott sem) því ef þið eruð ekki búin að smakka Little moons-ís­inn þá eruð þið ekki viðræðuhæf.

Little moons eru litl­ar ís­kúl­ur sem vafðar eru inn í sætt rísmjöls­deig eða það sem kall­ast Mochi deig, en mochi-deig er mikið notað í jap­anska eft­ir­rétti og kök­ur. Ísinn hef­ur slegið í gegn svo um mun­ar og þá ekki síst meðal ungs fólks sem hám­ar hann í sig eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn.

Nei, hættu nú alveg María Gomez!

Vista Prenta

Skyr Brulée með Little moon-ís­kúl­um

  • 60 g hvítt súkkulaði 
  • 200 g hreint skyr 
  • 300 ml rjómi 
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar 
  • 4 eggj­ar­auður
  • 80 g syk­ur 
  • 3 mat­ar­líms­blöð
  • Meiri syk­ur til að brenna ofan á 

Aðferð

  1. Hitið rjómann upp að suðu og slökkvið þá und­ir.
  2. Bætið skyri sam­an við rjómann ásamt vanillu­drop­um og hrærið vel sam­an 
  3. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið sam­an við rjóma­skyr­blandið og hitið við miðlungs­hita. 
  4. Þeytið svo sam­an eggj­ar­auður og syk­ur þar til bland­an verður loft­kennd og ljós. 
  5. Setjið mat­ar­límið í kalt vatn og látið standa í 10 mín­út­ur í vatn­inu. 
  6. Setjið þeytt­ar eggj­ar­auðurn­ar sam­an við heita rjóma­skyr­blönd­una í pott­in­um, á meðan mat­ar­líms­blöðin liggja í bleyti. Hrærið vel sam­an með sleikju eða sleif í um 5 mín­út­ur eða þar til þetta þykkn­ar. Hellið svo þykkri blönd­unni í skál og látið standa í um 5 mín­út­ur til viðbót­ar. 
  7. Kreistið næst allt vatn af mat­ar­lím­inu. Setjið eitt blað út í í einu í blönd­una og hrærið vel á milli þar til það bráðnar al­veg sam­an við.
  8. Setjið svo í litl­ar skál­ar og kælið upp á borði í eins og 20 mín­út­ur og setjið þá filmu yfir skál­arn­ar. 
  9. Kælið svo í ís­skáp í lág­mark 6 klst. 
  10. Þegar á að bera rétt­inn fram sáldrið þá 1-2 tsk af sykri yfir hverja skál. Brennið syk­ur­inn með brenn­ara og látið eins og 1-2 little Moons ís­kúl­ur með rifs­berja­bragði ofan á og njótið. 
  11. Mér finnst gott að hafa blá­ber og jafn­vel jarðarber með. 
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert