Einn besti matreiðslumaður landsins opnar veitingastað

Micaela Ajanti, aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri, Darri Már Magnússon …
Micaela Ajanti, aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri, Darri Már Magnússon yfirbarþjónn, Helena Toddsdóttir vaktstjóri og Sigurður Laufdal, eigandi og yfirkokkur.
Nýj­asta viðbót­in við veit­inga­flóru borg­ar­inn­ar er í hönd­um þunga­vigt­ar­stjörnu í brans­an­um. Maður­inn á bak við mat­inn er eng­inn ann­ar en Sig­urður Laufdal sem hef­ur víða komið við á sín­um ferli; allt frá því að vera kos­inn mat­reiðslumaður árs­ins, keppa í Bocu­se D'Or og vinna sem sous chef á ein­um þekkt­asta veit­ingastað heims, Ger­ani­um í Kaupmanna­höfn. Nú vend­ir Sig­urður kvæði sínu í kross og opn­ar eig­in veit­ingastað í miðborg Reykja­vík­ur.
Staður­inn kall­ast OTO og er til húsa á Hverf­is­götu 44, þar sem Yuzu var áður. Það reynd­ist skemmti­leg til­vilj­un því Yuzu er með jap­ansk­ar áhersl­ur í sinni mat­reiðslu og hönn­un og því ákvað Sig­urður að nýta þau áhrif þar sem þau voru þegar fyr­ir hendi. Í bland við það er svo ít­ölsk mat­ar­gerð. „Mér finnst þetta virki­lega skemmti­legt. Ég hef aldrei verið í þess­ari mat­ar­gerð áður þannig að ég er að stíga langt út fyr­ir minn ramma, sem er spenn­andi áskor­un,“ seg­ir Sig­urður en staður­inn er op­inn frá þriðju­dög­um til sunnu­dags – og ein­ung­is á kvöld­in.

Spenn­andi leik­hús­mat­seðill

„Við bjóðum einnig upp á sér­stak­an mat­seðil fyr­ir leik­hús- og tón­leika­gesti,“ seg­ir Sig­urður en Þjóðleik­húsið er á næsta leiti sem og Harpa. Mat­ur­inn skipt­ist í fjóra flokka; boðið er upp á litla rétti til að deila upp í stærri rétti. Verðið sé afar hófstillt en mikið lagt upp úr gæðahrá­efni. „Við leggj­um mikl­ar pæl­ing­ar í þetta og erum meðal ann­ars með sér­inn­flutt­ar am­al­fi-sítr­ón­ur svo eitt­hvað sé nefnt.

Pæl­ing­in er að þú get­ir komið við og gripið þér einn til tvo rétti en svo sé líka hægt að koma í al­vöru­kvöld­verð með til­heyr­andi. Þetta er því staður sem hent­ar flest­um,“ seg­ir Sig­urður en mikið er lagt upp úr góðu veganúr­vali. Mat­seðill­inn er þétt­ur og fjöl­breytt­ur og – sem fyrr seg­ir – á afar góðu verði.

Gam­all draum­ur að ræt­ast

Sig­urður seg­ir að það hafi alltaf verið á tékklist­an­um að opna eig­in veit­ingastað og nú sé sá draum­ur orðinn að veru­leika. „Ég man þegar ég var að byrja, þá dreymdi mig um að verða mat­reiðslumaður árs­ins, vinna á flott­um Michel­in-stað og opna minn eig­in veit­ingastað,“ seg­ir Sig­urður og nú hafa all­ir þeir draum­ar form­lega ræst en Ger­ani­um er með þrjár Michel­in-stjörn­ur.

„Fjöl­breyti­leik­inn er alltaf skemmti­leg­ast­ur,“ seg­ir Sig­urður spurður hvaða kúnn­ar séu skemmti­leg­ast­ir. „Mér finnst æðis­legt að fá fólkið og vini úr brans­an­um því það hef­ur sterk­ar skoðanir á því sem við erum að gera og svo gesti sem koma af göt­unni sem eru ekki að pæla í neinu nema að njóta. Þetta eru skemmti­leg­ir og ólík­ir hóp­ar en báðir afar mik­il­væg­ir.“

Spenn­andi mat­seðill

„Það eru marg­ir rétt­ir á mat­seðlin­um sem ég held að muni koma ís­lensk­um gest­um skemmti­lega á óvart,“ seg­ir Sig­urður aðspurður hverj­ir séu upp­á­halds­rétt­irn­ir hans. „Sítr­ónu­eft­ir­rétt­ur­inn okk­ar hef­ur nú þegar vakið mikla lukku en hann sam­an­stend­ur af sítr­ónu sem er sér­inn­flutt fyr­ir okk­ur frá Am­al­fi og fer ekk­ert af henni til spill­is. Við not­um saf­ann, ald­in­kjötið og börk­inn, auk þess sem við ger­um okk­ar eigið Limoncello. Bik­iní­sam­lok­an er geggjuð, en það er spænsk grilluð sam­loka með skinku og osti sem við setj­um í ít­alsk­an bún­ing og not­um ein­göngu ít­ölsk hrá­efni. Mér finnst hún up­p­lögð sem smá­rétt­ur eða til að hefja máltíðina. Síðan er jap­anska mjólk­ur­brauðið okk­ar ótrú­lega spenn­andi enda lunga­mjúkt og al­gjör­lega ein­stakt,“ seg­ir Sig­urður en fjöl­breytn­in á seðlin­um vek­ur at­hygli og við gull­tryggj­um að all­ir finni eitt­hvað við sitt hæfi enda ekki við öðru að bú­ast þegar þunga­vigt­armaður á borð við Sig­urð er við stjórn­völ­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert