Heimagert granóla að hætti Lindu

Ljósmynd/Linda Ben

„Þetta heimagerða granóla með sykurlausu súkkulaði er alveg einstaklega gott!“ segir Linda
Ben um þetta girnilega granóla sem hún býður lesendum mbl upp á.

Granóla er ljúffengt ofan á jógúrt, skyr og ab-mjólk svo dæmi sé tekið en það er einnig hollur og góður biti og sneisafullt af trefjum og öðrum nauðsynlegum næringarefnum. Svo bragðast það eins og sælgæti sem spillir ekki fyrir.

„Þetta granóla er stökkt og gott. Það inniheldur hafra, möndlur, kókosflögur, kakó og hörfræ. Það er sætt með hlynsírópi sem stuðlar einnig að því að það límist saman og verður extra stökkt. Það sem gerir það svona extra gott er samt klárlega sykurlausa rjómasúkkulaðið.”

Heimagert granóla með sykurlausu súkkulaði

  • 500 g hafrar
  • 100 g möndlur
  • 50 g hörfræ
  • 100 g ristaðar kókosflögur
  • 1 1/2 msk. Síríus-sælkera-baksturskakóduft
  • 100 g kókosolía
  • 1 dl hlynsíróp
  • 100 g rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C.
  2. Saxið möndlurnar gróft.
  3. Setjið hafra, saxaðar möndlur, hörfræ, kókosflögur og kakó í skál. Blandið öllu vel saman.
  4. Bræðið kókosolíuna og hellið yfir ásamt hlynsírópi, blandið öllu vel saman.
  5. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni á smjörpappírinn.
    Takið stóran spaða og pressið blönduna þétt niður. Bakið í ofni í u.þ.b. 20 mín.
  6. Leyfið blöndunni að kólna alveg í ofnskúffunni að stofuhita. Takið svo spaða og brjótið granólað létt í sundur.
  7. Skerið sykurlausa rjómasúkkulaðið niður og bætið út á granólað, setjið það í þægilegt ílát.
Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka