Heimagert granóla að hætti Lindu

Ljósmynd/Linda Ben

„Þetta heima­gerða granóla með syk­ur­lausu súkkulaði er al­veg ein­stak­lega gott!“ seg­ir Linda
Ben um þetta girni­lega granóla sem hún býður les­end­um mbl upp á.

Granóla er ljúf­fengt ofan á jóg­úrt, skyr og ab-mjólk svo dæmi sé tekið en það er einnig holl­ur og góður biti og sneisa­fullt af trefj­um og öðrum nauðsyn­leg­um nær­ing­ar­efn­um. Svo bragðast það eins og sæl­gæti sem spill­ir ekki fyr­ir.

„Þetta granóla er stökkt og gott. Það inni­held­ur hafra, möndl­ur, kó­kos­flög­ur, kakó og hör­fræ. Það er sætt með hlyns­írópi sem stuðlar einnig að því að það lím­ist sam­an og verður extra stökkt. Það sem ger­ir það svona extra gott er samt klár­lega syk­ur­lausa rjómasúkkulaðið.”

Heimagert granóla að hætti Lindu

Vista Prenta

Heima­gert granóla með syk­ur­lausu súkkulaði

  • 500 g hafr­ar
  • 100 g möndl­ur
  • 50 g hör­fræ
  • 100 g ristaðar kó­kos­flög­ur
  • 1 1/​2 msk. Síríus-sæl­kera-bakst­ur­skakó­duft
  • 100 g kó­kosol­ía
  • 1 dl hlyns­íróp
  • 100 g rjómasúkkulaði án viðbætts syk­urs

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 180°C.
  2. Saxið möndl­urn­ar gróft.
  3. Setjið hafra, saxaðar möndl­ur, hör­fræ, kó­kos­flög­ur og kakó í skál. Blandið öllu vel sam­an.
  4. Bræðið kó­kosol­í­una og hellið yfir ásamt hlyns­írópi, blandið öllu vel sam­an.
  5. Setjið smjörpapp­ír í ofnskúffu og hellið blönd­unni á smjörpapp­ír­inn.
    Takið stór­an spaða og pressið blönd­una þétt niður. Bakið í ofni í u.þ.b. 20 mín.
  6. Leyfið blönd­unni að kólna al­veg í ofnskúff­unni að stofu­hita. Takið svo spaða og brjótið granólað létt í sund­ur.
  7. Skerið syk­ur­lausa rjómasúkkulaðið niður og bætið út á granólað, setjið það í þægi­legt ílát.
Ljós­mynd/​Linda Ben
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert