Svona brennir þú hitaeiningum við heimilisþrifin

Þessi er með allt á hreinu við þrifin.
Þessi er með allt á hreinu við þrifin. mbl.is/Colourbox

Það er auðvelt að sam­eina lík­ams­rækt við heim­il­isþrif­in - því við not­um vöðvana okk­ar meira en marga grun­ar.

Ryk­sug­an
Þú get­ur auðveld­lega sett nokkr­ar áskor­an­ir í gang ef þú vilt auka kalóríu­brennslu á meðan þú elt­ist við ryk­hnoðra á gólf­inu. Þú get­ur til dæm­is farið niður með annað hnéð til að æfa lær­vöðvana og aukið þannig brennsl­una. Vertu bara meðvitaður um að halda bak­inu beinu og láta hand­legg­ina vinna verkið.

Vatns­fat­an
Það er upp­lagt að nota vatns­föt­una til að virkja hand­legg­ina. Lyftu föt­unni reglu­lega en passaðu upp á bakið. Notaðu lær­in í góða hné­beygju á meðan þú vind­ur tusk­una og reis­ir þig upp aft­ur.

Passaðu axl­irn­ar
Ef að þú ert að teygja þig upp með hend­urn­ar á ákveðna staði til að þurrka af, þá er mik­il­vægt að passa upp á axl­irn­ar - reyndu að slaka á í öxl­un­um og láta hend­urn­ar vinna verkið.

Skúra
Þegar við skúr­um yfir gólfið erum við að nota stóru bak- og brjóst­vöðvana - og þá er mik­il­vægt að halda bak­inu beinu. Það get­ur tekið heil­mikið á að skúra og það er hér sem við fáum svita­perl­ur á ennið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert