Ætla að gefa skó áritaða af Ronaldo og Messi

Við rákum augun í auglýsingu þar sem meðal vinninga er áritaðir skór frá Messi og Ronaldo. Margir verða sjálfsagt hvumsa en fastlega má reikna með að hvergi í heiminum séu jafn miklar líkur á að vinna slíkan grip - ef miðað er við íbúafjölda og þar fram eftir götunum.

Okkur lék forvitni á að sjá hvert gangverðið á slíkum gripum væri á veraldarvefnum og sáum ýmislegt - allt frá árituðum treyjum og upp í innrammaða skó og tyggjóbréf. Fljótt á litið má leiða líkur að því að skórnir séu tugþúsunda virði – en að sjálfsögðu er ekkert sem toppar að eiga skóspar sem goðin hafa handleikið og tússað á.

Til að komast í pottinn þarf að fara á veitingastaðinn Metró og skrá sig í pottinn ásamt því að kaupa stjörnumáltíð. Við erum nokkuð viss um að aðdáendur kappanna munu flykkjast á svæðið til að taka þátt og gaman verður að fylgjast með hver ber sigur úr bítum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka