Uppáhalds kokteill Karls Bretaprins

AFP

Karl Bretaprins og verðandi konungur á sinn uppáhalds drykk, rétt eins og hver annar. Orðið á götunni segir að Karl sé afar hrifinn af martini og njóti þess að sötra á einum drykk á hverju kvöldi. Eins ferðast hann um með sitt eigið gin, vermouth og jafnvel sitt eigið martini glas svo ekki sé meira sagt. Hér fyrir neðan er uppskrift að konunglegum martini sem upplagt er að skála í, Kalla til heiðurs laugardaginn 6. maí við krýningarathöfnina.

Uppskrift að konunglegum martini

  • Kælið martini glas og setjið því næst ísmola í glasið.
  • Hellið 60 ml af uppáhalds gininu þínu í glasið.
  • Hellið 15 ml af vermouth saman við.
  • Skreytið með ólívu eða sítrónu ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka