Bestu ráðin fyrir tiltekt í bílskúrnum

Það þarf ekki að vera flókið verk að taka til …
Það þarf ekki að vera flókið verk að taka til í bílskúrnum. mbl.is/Colourbox

Að líta yfir geymsl­una eða bíl­skúr­inn, get­ur fengið okk­ur til að falla í yf­irlið - þar sem verkið virðist óyf­ir­stíg­an­legt miðað við allt dótið og draslið sem við höf­um sankað að okk­ur í gegn­um tíðina. Hér fyr­ir neðan eru bestu tips­in, en við mæl­um með að skrifa fyrst niður hvernig og hvar sé best að byrja á verk­inu - setja góða tónlist í eyr­un og byrja. 

Rýmdu til á gólf­inu
Fyrst af öllu þarftu að rýma gólfplássið í bíl­skúrn­um, því það er ómögu­legt að at­hafna sig ef plássið er ekki fyr­ir hendi. Notið all­ar hill­ur og skápa sem fyr­ir eru til að sort­era og koma dót­inu þar hag­lega fyr­ir. Festið upp vegg­króka fyr­ir reiðhjól, kúst­inn eða annað og komið fyr­ir frek­ari geymslu­ein­ing­um ef þörf er á.

Áttaðu þig á stærðinni
Ef þú ert óviss með hillu­stærðir í bíl­skúr­inn, þá er mælst með að þær ættu ekki að vera meira en tæp­ur 2,5 cm á þykkt­ina og 80 cm á lengd­ina - til að hill­urn­ar geti borið þann þunga sem kunn vera. Eins skaltu láta skápa og hill­ur vera í það minnsta 45 cm frá bíls­skúrs­h­urðinni, til að forðast alla bleytu og annað í mik­illi rign­ingu.

Talaðu við fag­mann
Það er eng­inn skömm í því að leita aðstoðar fag­manns í verkið. Sér­stak­lega ef þú vilt fá gott skipu­lag í eitt skipti fyr­ir öll og skort­ir bæði tíma og færni til að skapa það rými sem þú vilt. Hér má leita til inn­an­húss­ráðgjafa eða fara með „vand­ann” til þeirra sem selja lausn­ir fyr­ir geymsl­ur og skúra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert