Hversu oft eigum við að skipta um tusku?

Þessi er öflug í að þurrka af borðinu.
Þessi er öflug í að þurrka af borðinu. mbl.is/Colourbox

Ligg­ur borðtusk­an þín í marga daga eða vik­ur á eld­hús­bekkn­um án þess að vera þveg­in? Sum­ir vilja meina að við eig­um að skipta um tusku dag­lega til að forðast all­ar bakt­erí­ur, þó að aðrir segja að það nægi að fylgja ákveðnum regl­um varðandi tusk­una.

  • Þú ætt­ir alltaf að skipta um tusku ef hún hef­ur kom­ist í snert­ingu við hrátt kjöt eða egg - og eins þegar hún er orðin vel skít­ug, sama þó þú þurf­ir að skipta oft­ar en einu sinni um tusku á dag.
  • Not­um skyn­fær­in og nefið! Þegar tusk­an er far­in að lykta, þá er hún yf­ir­full af bakt­erí­um og alls ekki up­p­lögð til að þurrka af borðunum.
  • Óhrein­indi festa sig ekki svo auðveld­lega í örtrefja­klút­um eins og í bóm­ull­ar­klút­um, þó að þeir síðar­nefndu dragi í sig meiri raka og eru þá jafn­framt leng­ur að þorna - og þá fá bakt­erí­urn­ar góðan stað til að dafna.
  • Skolið alltaf tusk­urn­ar með sápu og köldu vatni og vindið vel eft­ir hverja notk­un.
  • Hengið tusk­urn­ar yfir eld­hús­kr­an­ann eða á hanka til að þær nái að þorna fljótt - þannig held­ur þú bakt­erí­un­um í skefj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert