Fyrstu glervörurnar frá Kay Bojesen

Splúnkuný glös frá Kay Bojesen.
Splúnkuný glös frá Kay Bojesen. mbl.is/Kay Bojesen

Það þarf vart að kynna Kay Bojesen, en hann á meðal annars heiðurinn að vinsælasta tréapa síðari ára sem finna má víða inn á heimilum hér á landi. Nú hafa fyrstu glervörurnar litið dagsins ljós, en það eru handhæg drykkjarglös með lögulegar línur.

Vörurnar frá Kay Bojesen hafa til þessa verið framleiddar úr stáli og póstulíni - þar til núna. Því þetta er í allra fyrsta sinn sem við sjáum glös sem hluta af vörulínunni þeirra. Glösin eru stílhrein, framleidd úr munnblásnu gleri og eru formuð eftir viskíglasi úr stáli — sem var hannað af Kay Bojesen á þriðja áratugnum. Glösin koma tvö saman í pakka og rúmar hvert 20 cl. og henta því bæði sem vatns- eða vínglös.

mbl.is/Kay Bojesen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka