Sjö sjóðheit ráð sem innihalda natron

Matarsódi er mikilvægur í bakstur og þykir einnig fullkominn í …
Matarsódi er mikilvægur í bakstur og þykir einnig fullkominn í þrif. Mbl.is/koipoia.blogspot.com

Hér fær­um við ykk­ur sjö sjóðheit ráð, hvernig þú not­ar natron á öðrum stöðum en bara í eld­hús­inu.

Pott­ar og pönn­ur
Ef að kvöld­mat­ur­inn vildi svo óheppi­lega að brenna við í pott­in­um - hrærið þá 1 msk. af natron sam­an við smá vatn í pott­in­um. Látið suðuna koma upp og leyfið blönd­unni að malla aðeins. Slökkvið und­ir og þegar bland­an hef­ur aðeins kólnað, þá get­ur þú skrúbbað óhrein­ind­in burt. Skolið því næst og þvoið eins og vani er.

Þvott­ur­inn
Natron get­ur gefið þvott­in­um þínum auka lyft­ingu og því upp­lagt að setja um 1 dl með þvotta­duft­inu.

Mjúk hand­klæði
Til að hand­klæðin verði mjúk og góð, þá get­ur þú sett 1 dl af natron ásamt 2-3 msk. af sóda kristöll­um sam­an með og þvott­ur­inn verður allt ann­ar.

Fjar­lægðu lykt úr tepp­um
Stráið natron yfir teppi sem er farið að lykta og látið standa í 10-15 mín­út­ur, áður en þú ryk­sug­ar yfir.

Fjar­lægðu lykt úr skóm
Hér er not­ast við sömu aðferð og fyr­ir ofan, nema það má vel leyfa natroninu að liggja í góða klukk­stund í skón­um áður en þú gríp­ur í ryk­sug­una.

Hreinsaðu vatns­flösk­una
Við meg­um ekki gleyma að þrífa vatns­brús­ana okk­ar. Settu 1-2 msk. af natron í brús­ann og helltu upp með sjóðandi heitu vatni. Látið standa í 10-15 mín­út­ur og skolaðu vand­lega á eft­ir.

Rusla­lykt
Lykt í ruslaskápn­um er óþarfi! Blandaðu sam­an natron og nokkr­um drop­um af ilm­kjarna­ol­íu í skál og láttu standa inn í skáp eða ann­ars staðar í íbúðinni þar sem þú vilt fá góðan ilm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert