Vindbelgur vinsæll

Ásdís Erla Jóhannesdóttir og Yngvi Ragnar Kristjánsson.
Ásdís Erla Jóhannesdóttir og Yngvi Ragnar Kristjánsson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Bjór­inn bragðast vel og um­sögn gesta er hin besta,“ seg­ir Yngvi Ragn­ar Kristjáns­son á Skútu­stöðum í Mý­vatns­sveit. Þar á bæ starf­rækja Yngvi og Ásdís Erla Jó­hann­es­dótt­ir kona hans Sel-hót­el Mý­vatn; fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem orðið er 50 ára gam­alt. Á hót­el­inu eru 54 her­bergi og veit­inga­sal­irn­ir eru stór­ir. Þá er á staðnum lít­il ferðamanna­versl­un og und­ir sama þaki er brugg­húsið góða.

Til­raun­ir með bjór­gerð á Skútu­stöðum hóf­ust í fyrra. Tæki voru sett upp og til­raun­in í lög­un tek­in. Á vor­dög­um var komið á kút. Bjór­teg­und­irn­ar sem fram­leidd­ar eru und­ir merk­inu Mý­vatn öl eru tvær og nöfn þeirra vísa til staðhátta við Mý­vatn; Skúti og Vind­belg­ur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert