Matvæli sem róa magann

Egg, bananar, eldað grænmeti og sætar kartöflur eru góð matvæli …
Egg, bananar, eldað grænmeti og sætar kartöflur eru góð matvæli fyrir meltinguna. Samsett mynd

Er mag­inn í hnút? Hvort sem þú ert með melt­ing­ar­sjúk­dóm, maga­k­veisu eða fékkst þér bara of mikið að drekka í gær þá er mik­il­vægt að espa ekki upp mag­ann sem er nú þegar í slæmu ástandi.

Hér eru nokk­ur mat­væli sem hjálpa til að koma ró á melt­ing­una.

Hvít hrís­grjón

Auðvelt er að melta hrís­grjón þar sem þau eru trefja­lít­il en á móti kol­vetn­is­rík. Hvít hrís­grjón eru sér­stak­lega góð til að vinna bug á ógleði. Berðu þau fram með ein­földu próteini, líkt og kjúk­lingi. Ef þér finnst það of þung máltið get­ur þú soðið hrís­grjón­in í beinaseyði til að fá pró­tín með.

AFP

Ban­an­ar

Auðvelt er að melta ban­ana vegna þess hve mjúk áferð þeirra er. Upp­leys­an­leg­ar trefjarn­ar hjálpa einnig til við að þykkja upp magainni­haldið og er það sér­stak­lega gott ef þú ert með maga­k­veisu sem ger­ir þig að fasta­gesti á sal­ern­inu. Hins veg­ar eru ban­an­ar ekki sér­stak­lega girni­leg­ir þegar þér er óglatt.

Kombucha

Eins mikið og þig lang­ar að drekka engi­fer­öl þegar þér er illt í mag­an­um, þá er kombucha betri kost­ur fyr­ir þig. Sér­stak­lega vegna þess að það inni­held­ur mun minni syk­ur en engi­fer­ölið. Mikið af kombucha bragðast svipað og engi­fer­öl auk þess sem það inni­held­ur góðgerla, sem geta stuðlað að heil­brigðri þarma­flóru og dregið þannig úr bólg­um.

Grískt jóg­úrt

Grískt jóg­úrt get­ur haft ró­andi áhrif á mag­ann, að því gefnu að þú sért ekki með laktósa- eða mjólkuróþol. Grísk jóg­úrt inni­held­ur einnig góðgerla sem hafa góð áhrif á þarma­flór­una. Best er að borða hreina gríska jóg­úrt en ef þú vilt bæta við granóla eða álíka er það í góðu lagi. Forðastu bara að bæta of miklu við jóg­úr­tið.

Pip­ar­myntu­te

Te hef­ur yf­ir­höfuð ró­andi áhrif á mag­ann en pip­ar­myntu­te er sér­stak­lega gott þar sem það get­ur hjálpað til með melt­ing­una. Prófaðu íste ef þér er óglatt. Passaðu þig bara að drekka það án sætu­efna, þar sem get­ur gert illt verra.

Salt­kex

Salt­kex er kannski ekki það nær­ing­ar­rík­asta sem til er en það inni­held­ur nán­ast eng­ar trefjar, fitu eða syk­ur. Því er auðvelt að melta það, sér­stak­lega ef mag­inn er viðkvæm­ur.

Un­plash/​Monika Gra­b­kows

Sæt­ar kart­öfl­ur

Sæt­ar kart­öfl­ur eru rík­ar af sterkju og kol­vetn­um sem auðvelt er að melta. Auk þess eru þær kalíumrík­ar sem eru mik­il­væg­ar til þess að ná upp rafsalts­magni lík­am­ans, sem minnk­ar oft þegar um maga­k­veisu er að ræða.

Engi­fer

Hvort sem engi­ferið er í teformi eða sem hrein­ir bit­ar er það talið hjálpa til við að minnka ógleði og draga úr maga­krömp­um. Engi­fer get­ur einnig dregið úr melt­ing­ar­trufl­un­um, vind­gangi og útþenslu.

Eldað græn­meti

Með því að elda græn­metið verður auðveld­ara að melta það. Forðastu samt græn­meti af kross­blóma­ætt, líkt og hvít­kál, blóm­kál og rósa­kál, þar sem það get­ur verið erfitt að melta það. Best er að létt­sjóða græn­metið og strá svo salti yfir.

Brauð

Ein af ástæðunum fyr­ir því að þú sæk­ist í kol­vetni dag­inn eft­ir mikla drykkju er ein­föld. Ein­föld og auðmelt­an­leg kol­vetni, sem finn­ast meðal ann­ars í brauði, geta róað mag­ann. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hafra­graut­ur

Hafra­graut­ur er frá­bær upp­spretta upp­leys­an­legra trefja. Því er hann mjög góður ef þér finnst eins og ann­ar mat­ur renni beint í gegn­um þig. Passaðu þig að hafa hann ein­fald­an og án allra íburðamik­illa auka­efna.

Egg

Egg eru góður pró­tíngjafi og auk þess auðmelt­an­leg. Eggj­ar­auðan inni­held­ur líka góða fitu sem er góð fyr­ir melt­ing­una. Eldaðu egg­in eins og þér finnst best. Mælt er þó með því að elda eggj­ar­auðuna í gegn þar sem ónæmis­kerfið er ef­laust ekki upp á sitt besta.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert