Danir búa yfir sterkum matarhefðum og eru þekktir fyrir smurbrauð sitt, nautakjöt og kransakökurnar sínar svo eitthvað sé nefnt.
Það var því ekki úr vegi að fá sendiherra Danmerkur á Íslandi, Kirsten Geelan, til þess að opna Danska daga í Hagkaup í Kringlunni í hádeginu í dag. Hún klippti á borðann ásamt Sigurði Reynaldssyni framkvæmdastjóra verslunarinnar. Danskir dagar standa yfir til 14. maí og til þess að fagna almennilega var boðið upp á léttar veitingar á meðan tónlistarmaðurinn Jogvan söng fyrir gesti.
Kirsten Geelan og Sigurður Reynaldsson klipptu á borðann.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Kirsten Geelan og Sigurður Reynaldsson skáluðu fyrir dönskum dögum.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Jogvan tók lagið.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Það er ekkert danskara en smurbrauð og öl.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Boðið var upp á glæsilega köku sem var skreytt með danska fánanum.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Smurbrauð með súrsuðum agúrkum og lifrarkæfu er mjög danskt.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Sigurður Reynaldsson, Finnur Oddsson og Kirsten Geelan.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir skálaði við vinkonu sína.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Jogvan var í essinu sínu.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir bauð upp á veitingar.
Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir