Íðilfögur bleik afmælisveisla með Barbie þema

Berglind Hreiðars matarbloggari og fagurkeri með meiru töfraði fram fallega …
Berglind Hreiðars matarbloggari og fagurkeri með meiru töfraði fram fallega bleika afmælisveislu með Barbie þema fyrir yngstu dóttur sín. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Á dög­un­um hélt fagu­ker­inn og mat­ar­blogg­ar­inn Berg­lind Hreiðars á Gotte­rí og ger­sem­ar upp á 6 ára af­mæli yngstu dótt­ur sinn­ar, Huldu Sifjar Her­manns­dótt­ur, þar sem bleiki lit­ur­inn var alls­ráðandi. Dótt­ir­in óskaði eft­ir bleikri af­mæl­is­veislu með Barbie þema og varð að ósk. Veisl­an var íðilfög­ur og Berg­lind hugsaði hverju hverju smá­atriði enda kunna fáir jafn­vel og Berg­lind halda veisl­ur þar sem þemað fær að skína alla leið. Hér er að finna marg­ar skemmti­leg­ar hug­mynd­ir sem hægt er að leika eft­ir og gera að sínu.

„Ég veit fátt skemmti­legra en að halda veisl­ur. Þetta er hrein­lega eitt af mín­um áhuga­mál­um og ég elska að plana eitt­hvað góm­sætt að borða í bland við fal­leg­ar skreyt­ing­ar þegar veislu skal halda,“ seg­ir Berg­lind og er al­sæl með hversu vel tókst til.

„Þegar Hulda Sif óskaði eft­ir bleikri Barbie af­mæl­is­veislu ákvað ég að grípa gæs­ina og fara alla leið með bleika lit­inn því hver veit nema þetta verði síðasta bleika veisl­an í bili, þið vitið nefni­lega að allt í einu verður bleikt ekki leng­ur aðallit­ur­inn þegar maður eld­ist,“ seg­ir Berg­lind og hlær.

Valdi að leyfa bleika litn­um að njóta sín

Berg­lind seg­ist ekk­ert vera sér­stak­lega hrif­in af disk­um, glös­um og þess hátt­ar með Barbie fíg­úr­un­um áprentuðum svo hún fór smá í kring­um þetta með því að not­ast við allt í bleik­um lit, baka Barbie köku og panta Barbie köku­skilti, bæði á stórt og nokk­ur lít­il sem hún stakk í nam­mikrús­ir, bolla­kök­ur og fleira. Útkom­an varð mjög sæt eins mynd­irn­ar sýna og dam­an al­sæl með þetta allt sam­an.

Aðspurð sagði Berg­lind að fjöl­skyld­an hefði skreytt borðstof­una alla í hvítu, föl­bleiku og smá gylltu og hún hafi reynt að gera kök­ur og annað góðgæti í stíl við þessa liti. „Allt partýdótið og blöðrurn­ar feng­um við í Partý­búðinni og leigðum líka vél til að blása í blöðrur og sett­um blöðru­bog­ann upp tveim­ur dög­um fyr­ir af­mæli.“ 

Barbiekakan skartaði sínu fegursta á veisluborðinu.
Barbiekak­an skartaði sínu feg­ursta á veislu­borðinu. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Barbie kak­an sjálf er Betty en Berg­lind bak­ar alltaf eitt mix í Barbie-form­inu sjálfu og síðan einn auka hring­laga botn sem er aðeins stærri en neðsti part­ur­inn af Barbie-form­inu. Síðan sker hún utan af og síkka þannig kjól­inn, set svo gott lag af súkkulaði smjörkremi á milli og skreyti síðan að utan. Hérna smurði Berg­lind hvítu kremi með smá bleiku í marm­ara­áferð fram­an á kjól­inn og sprautaði síðan bleiku smjörkremi með litl­um stjörnu­stút á efri hlut­ann og notaði laufa­stút til að gera blúnd­ur á allt pilsið á kjóln­um. Skreytti síðan með syk­urperl­um og fjöðrum sem hún keypti í fönd­ur­deild­inni í A4 Kringl­unni. Hulda valdi síðan sjálf eina af dúkk­un­um sín­um og stóra syst­ir fléttaði hana upp á nýtt.

Girnilegar bollakökurnar hennar Berglindar og fallegt að velja hvít bollakökuform …
Girni­leg­ar bolla­kök­urn­ar henn­ar Berg­lind­ar og fal­legt að velja hvít bolla­köku­form á móti bleika litn­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Bolla­kök­ur með súkkulaði smjörkremi og Cheer­i­os­kök­ur eru alltaf vin­sæl­ar. Barbie köku­skilt­in pantaði Berg­lind hjá Hlut­prent eins og svo oft áður. 

Candyfloss ísinn kemur skemmtilega út og poppa upp veisluborðið.
Can­dy­f­loss ís­inn kem­ur skemmti­lega út og poppa upp veislu­borðið. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Þess­um dá­sam­legu ís­form­um dýfði Berg­lind í súkkulaðihjúp og skreytti með köku­skrauti, leyfði því síðan að storkna og fyllti sam­dæg­urs með can­dy­f­loss.

Hriskökuíspinnarnir eru ótrúlega skemmtileg hugmynd og flott að skreyta með …
Hr­i­s­kökuíspinn­arn­ir eru ótrú­lega skemmti­leg hug­mynd og flott að skreyta með með skilt­inu með nafni af­mæl­is­barns­ins. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Hrís­köku íspinna hef­ur Berg­lind gert áður en ekki í þess­um lit, þetta er í raun al­veg sama aðferð og áður en Berg­lind skipti dökku súkkulaði út fyr­ir hvít­an súkkulaðihjúp.

Sykurpúðarnir gleðja bæði auga og munn og njóta ávallt mikilla …
Syk­ur­púðarn­ir gleðja bæði auga og munn og njóta ávallt mik­illa vin­sælda. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Syk­ur­púðar sem búið er að dýfa í hjúpsúkkulaði eru ein­föld og skemmti­leg lausn á veislu­borðið, bæði ljúf­feng­ir og fal­leg­ir.

Bollakökur sem kertahaldarar eru skemmtileglausn og fullkomin þegar fagurlega skreyttar …
Bolla­kök­ur sem kerta­hald­ar­ar eru skemmti­leg­lausn og full­kom­in þegar fag­ur­lega skreytt­ar kök­ur eru ann­ars veg­ar sem erfitt að stinga kert­um í. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Berg­lind sagði að þau hefðu ekki tímt ekki að stinga af­mæliskert­un­um í Barbie kök­una svo sex bolla­kök­ur fengu það hlut­verk að vera kerta­hald­ar­ar. Þetta er ótrú­lega skemmti­leg lausn þegar fal­leg­ar skreytt­ar kök­ur eru ann­ars veg­ar og erfitt er að koma kert­um fyr­ir.

Berglind fór alla leið með litapallettuna og leyfði bleika litnum …
Berg­lind fór alla leið með litap­all­ett­una og leyfði bleika litn­um að vera alls­ráðandi á móti hvít­um. Stíl­hreint og fag­urt inn­an um kræs­ing­arn­ar. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Þegar koma að því að velja borðbúnað raðaði Berg­lind sam­an hinu og þessu, allt úr sitt­hvorri átt­inni en í sömu litap­allí­ettu. Fal­legu ljós­bleiku og hvítu kökudisk­arn­ir þær fengu pössuðu al­veg upp á 10 í þemað.

Blöðrurnar og sexan fengu að njóta þess að gleðja fleiri …
Blöðrurn­ar og sex­an fengu að njóta þess að gleðja fleiri af­mæl­is­börn. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Sex­una keypti Berg­lind í Partý­búðinni og fyllti hana af litl­um blöðrum í stíl við stóra bog­ann. Bæði blöðru­bog­inn og sex­an fengu síðan fram­halds­líf hjá heppn­um fylgj­end­um Gotte­rí og nutu sín í næstu veislu.

Afmælisbarnið Hulda Sif Hermannsdóttir var í skýjunum með bleiku afmælisveisluna …
Af­mæl­is­barnið Hulda Sif Her­manns­dótt­ir var í skýj­un­um með bleiku af­mæl­is­veisl­una sína og fá drauma Barbiekök­una. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert