Kraftmikill og ljúffengur morgungrautur

Kristjana Steingrímsdóttir deilir uppskrift af girnilegum morgungraut.
Kristjana Steingrímsdóttir deilir uppskrift af girnilegum morgungraut. Ljósmynd/Samsett

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir heilsu­kokk­ur á heiður­inn af ein­stak­lega ljúf­feng­um chia-graut með epl­um, kanil, vanillu og möndlu­f­lög­um. Hún deildi upp­skrift­inni á In­sta­gram-síðu sinni. 

Kraftmikill og ljúffengur morgungrautur

Vista Prenta

Dá­sam­leg­ur epla­graut­ur

  • 1 msk. chia-fræ
  • 1 1/​2 boll­ar kókós/​möndlu/ haframjólk
  • 1/​2 bolli eplamauk
  • 1 rifið epli
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 tsk. kanill
  • 1 msk. möndlu­f­lög­ur

Aðferð: 

  1. Öllu hrært sam­an og geymt í lokuðu íláti yfir nótt.
  2. Frá­bært að toppa með nokkr­um val­hnet­um/​pek­an­hnet­um, döðlum og trönu­berj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert