Svona geymast eggjahvítur og eggjarauður best

Eggjarauður og eggjahvítur má geyma í einhvern tíma og nýta …
Eggjarauður og eggjahvítur má geyma í einhvern tíma og nýta síðar. Unsplash/Alice Pasqual

Oft hef­ur verið rætt um hvernig best er sé að geyma egg, hvort það er í ís­skáp eða við stofu­hita. Skipt­ar skoðanir eru á því en egg geym­ast allra lengst í ís­skáp í lokuðum eggja­bakka, lögð með mjóa end­ann niður. Þá geym­ast þau í þrjár til fjór­ar vik­ur. Aft­ur á móti er gott að taka þau út fyr­ir bakst­ur og suðu og geyma við stofu­hita og ná þeim í stofu­hita fyr­ir notk­un. Til að mynda spring­ur egg sem kem­ur beint úr ís­skáp frek­ar við suðu held­ur en egg við stofu­hita.

Minna hef­ur verið rætt um hvernig á að geyma eggja­hvít­ur og eggj­ar­auður. Stund­um þegar við erum að baka eða mat­reiða þurf­um við annaðhvort bara eggj­ar­auður eða eggja­hvít­ur. Til að mynda þegar við erum að baka mar­engs, nýt­um við ein­ung­is eggja­hvít­urn­ar. Þá er gott að vita hversu lengi við get­um geymt eggj­ar­auðurn­ar til að nýta í annað og koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun.

Eggja­hvít­ur geym­ast í lokuðu íláti í ís­skáp í tíu daga. Frysta má eggja­hvít­ur í allt að mánuð.

Eggj­ar­auður geym­ast í lokuðu íláti í þrjá daga. Vert er að setja dá­lítið vatn yfir svo ekki komi skán efst. Eggj­ar­auður má ekki frysta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert