Syndsamlega góðir grillaðir „sykurlausir“ nammibananar

Grillaðir bananar fylltir með sykurlausu súkkulaði og sykurpúðum, gætu orðið …
Grillaðir bananar fylltir með sykurlausu súkkulaði og sykurpúðum, gætu orðið vinsælasti sumareftirrétturinn í ár. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Nú er grill­tím­inn kom­inn og það er svo dá­sam­legt að bjóða upp á grillaða eft­ir­rétti sem bráðna í munni. Ban­an­ar eru synd­sam­lega góðir grillaðir og þeir sem elska ban­ana eiga eft­ir að kol­falla fyr­ir þess­ari upp­skrift. Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar elsk­ar grillaða ban­ana og galdraði fram þenn­an synd­sam­lega góða eft­ir­rétt sem gæti hrein­lega orðið vin­sæl­asti eft­ir­rétt­ur sum­ars­ins. 

„Við grill­um ótrú­lega oft ban­ana á sumr­in eft­ir góða máltíð. Það er gam­an að fylla þá með alls kyns gúm­melaði og hér erum við með syk­ur­lausa syk­ur­púða og súkkulaði á milli svo það er sann­ar­lega hægt að gera nammisprengju án þess að hún sé full af sykri,“ seg­ir Berg­lind.

Berg­lindi finnst mik­il­vægt að loka ban­an­ana ekki inni í álp­app­írn­um því þá verða þeir svo slepju­leg­ir og allt bráðnar ein­hvern veg­inn of mikið. „Það hef­ur reynst mér best und­an­far­in ár að gera smá „hreiður“ eða stand fyr­ir þá úr álp­app­ír, láta þá hvíla þar ofan á og hita við meðal­há­an/​lág­an hita þar til allt er bráðið. Þannig helst ban­an­inn sjálf­ur stíf­ur en gúm­melaðið bráðnar.“

Syndsamlega góðir grillaðir „sykurlausir“ nammibananar

Vista Prenta

Nammiban­an­ar á grillið

  • Ban­an­ar (miða við einn á mann)
  • Syk­ur­púðar frá de Bron (4 stk. í hvern ban­ana)
  • Dökkt súkkulaði frá de Bron (eins mikið og kemst í hvern)
  • Álpapp­ír

Aðferð:

  1. Skerið end­ana af ban­ön­un­um og rauf í þá miðja.
  2. Takið smá álp­app­ír og búið til „stand“ með því að krumpa hann aðeins sam­an svo ban­an­inn geti setið ofan á hon­um.
  3. Fyllið ban­an­ana með syk­ur­púðum og súkkulaði og grillið við meðal­há­an hita þar til súkkulaðið bráðnar. Ég skar súkkulaðibit­ana í tvennt því þá er auðveld­ara að koma þeim fyr­ir.
  4. Gott er að bera ban­an­ana fram með ís og heitri kara­mellusósu.

Kara­mellusósa

  • de Bron kara­mell­ur (caribb­e­an mix)
  • 4 msk. rjómi

Aðferð:

1. Bræðið í potti þar til slétt kara­mellusósa hef­ur mynd­ast og njótið með ís og grilluðum ban­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert