Þess vegna ættir þú að borða papaja daglega

Papaya er vanmetinn ávöxtur og bragðast ómótstæðilega vel.
Papaya er vanmetinn ávöxtur og bragðast ómótstæðilega vel. Unsplash/Little plant

Mikið fram­boð er að finna af fram­andi ávöxt­um í helstu versl­un­um lands­manna og sum­ir eru holl­ari en aðrir. Papaja er til að mynda ótrú­lega fjöl­hæf­ur ávöxt­ur og van­met­inn hér á landi. Papaja er ávöxt­ur frá Bras­il­íu og er fal­leg­ur í út­liti. Það eru fjöl­marg­ar ástæður fyr­ir því að þú ætt­ir að borða papaja dag­lega. 

Í fyrsta lagi er papaja ótrú­lega ljúf­feng­ur ávöxt­ur, bragðast ómót­stæðilega vel. Kjötið er safa­ríkt og stinnt. Bragðið er sam­bland af mel­ónu og peru. 

Í öðru lagi er papaja víta­mín­rík­ur ávöxt­ur en papaja inni­held­ur A-, B- og C -víta­mín og líka kalk.

Í þriðja lagi eru efni í papaja sem heita chymopa­p­in og papain en þetta eru tvö góð prótein ensím. Þessi efni ásamt víta­mín­um eru góð vörn gegn liðagigt og draga úr bólg­um.

Í fjórða lagi eru efni í papaja-saf­an­um sem hjálpa lík­am­an­um að vinna upp bakt­erí­ur í þörm­un­um sem sýkla­lyf geta eyðilagt. Því er vert að fá sér glas af papaja­safa eft­ir að hafa tekið inn skammt af sýkla­lyfj­um.

Þetta eru helstu ástæður þess að þú ætt­ir að borða papaja dag­lega og upp­lagt er að nota papaja í salöt, sem skraut með eft­ir­rétt­um og kök­um og loks er papaja dá­sam­leg­ur bragðbæt­ir með köldu kjöti. Hver veit nema þetta verði heit­asti ávöxt­ur­inn í sum­arsalöt­in í ár.

Hægt er að toppa sumarsalatið með papaya og gleðja bragðlaukana.
Hægt er að toppa sum­arsal­atið með papaya og gleðja bragðlauk­ana. Unsplash/​Re­becca Han­sen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert