Nýbakað croissant með parmaskinku, ommelettu og osti

Að færa ástinni sinni morgunverð upp í rúm er ást.
Að færa ástinni sinni morgunverð upp í rúm er ást. Ljósmynd/Sjöfn

Lang­ar þig að koma ást­inni á óvart og gleðja hana með morg­un­verði í rúmið? Þá er þessi sam­setn­ing af unaðslega ljúf­fengu croiss­ant full­kom­in til að bræða hjarta ástar­inn­ar. Málið er að vakna snemma og fara í gott bakarí og næla sér í nýbakað croiss­ant sem er bakað á franska vísu og toppa það með áleggi sem get­ur ekki klikkað. Þeir sem eru lengra komn­ir í bakstri og hafa nóg­an tíma geta auðvitað bakað croiss­ant eft­ir sínu eig­in höfði. Hér er á ferðinni sæl­kera croiss­ant með lít­illi omm­elettu, osti og létt­steiktri parma­skinku. Upp­skrift­in er fyr­ir tvo.

Nýbakað croissant með parmaskinku, ommelettu og osti

Vista Prenta

Unaðslega ljúf­fengt croiss­ant

  • 2 stk. ný­bökuð frönsk croiss­ant
  • 4 sneiðar parma­skinka
  • 2 ostsneiðar af eig­in vali
  • 2 egg (fyr­ir omm­elett­una)
  • Gróft salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Létt maj­ónes eft­ir smekk
  • Sætt franskt sinn­ep eft­ir smekk
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að píska eitt egg í eina omm­elettu.
  2. Hitið ólífu­olíu á lít­illi pönnu.
  3. Hellið egg­inu á pönn­una og mat­reiðið omm­elettu án þess að brjóta hana sam­an.
  4. Kryddið með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  5. Gerið tvær svona litl­ar omm­elett­ur.
  6. Létt­steikið síðan 4 sneiðar af parma­skinku.
  7. Skerið bæði croiss­ant-inn í miðjuna, þvers­um.
  8. Smyrjið botn­ana tvo með ör­litlu létt maj­ónesi og sætu sinn­epi.
  9. Setið tvær sneiðar af parma­skinku á hvorn botn.
  10. Bætið við ostasneið á hvorn botn.
  11. Setjið loks omm­elett­una yfir á hvorn botn.
  12. Leggið lokið á hvort croiss­ant-ið fyr­ir sig.
  13. Berið fal­lega fram á disk og með app­el­sínusafa með. Mjög gott er að bjóða upp á nýkreist­an og fersk­an safa með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert