Bakað eggaldin eins og það gerist best

Bakað eggaldin er sérlega ljúffengt.
Bakað eggaldin er sérlega ljúffengt. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Eggald­in er afar ljúf­fengt og gott en það er nauðsyn­legt að elda það rétt. Eggald­in eitt og sér er frek­ar bragðlaust og óspenn­andi. Kristjana Stein­gríms­dótt­ir heilsu­kokk­ur deil­ir hér upp­skrift að bökuðu eggald­ini sem er gott eitt og sér en líka sem meðlæti. Kristjana rek­ur upp­skrifta­vef­inn jana.is en þar er að finna gott úr­val af heilsu­rétt­um. 

Bakað eggaldin eins og það gerist best

Vista Prenta

Miso gljáð eggald­in

  • 1 stórt eggald­in
  • 2 msk. ólífu­olía til að pensla eggald­inið með
  • 4 msk. ólífu­olía 
  • 3 msk. hrís­grjóna­e­dik
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. hlyns­íróp
  • 1 tsk. ses­a­mol­ía
  • 2 vor­lauk­ar
  • 1 msk. ses­am­fræ
  • 1/​4 rauð paprika
  • kórí­and­er eft­ir smekk
  • sítr­ónu­salt eft­ir smekk. 

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 190°.
  2. Skerið eggald­in í um það bil eins senti­metra þykk­ar sneiðar. 
  3. Setjið bök­un­ar­papp­ír á ofn­plötu og raðið eggald­in­inu á plöt­una. 
  4. Penslið hverja sneið af eggald­ini með ólífu­olíu. 
  5. Stráið sítr­ónu­salti yfir. 
  6. Bakið í 20 mín­út­ur. 
  7. Á meðan er ólífu­olíu, miso-mauki, hrís­grjóna­e­diki, sojasósu, hlyns­írópi og ses­a­mol­íu hrært sam­an í skál. 
  8. Þegar eggald­inið er búið að bak­ast í 20 mín­út­ur inni í ofni skaltu taka það út úr ofn­in­um og snúa því við og pensla með miso-leg­in­um yfir hverja sneið. 
  9. Láttu það bak­ast í um fimm mín­út­ur í viðbót inni í ofni og gættu þess að eggald­inið brenni ekki. 
  10. Skerðu vor­lauk, papriku og kórí­and­er smátt. 
  11. Þegar eggald­insneiðarn­ar eru orðnar vel bakaðar taktu þær út úr ofn­in­um og settu á disk. Skreyttu þær með papriku, kórí­and­er og vor­lauk og heltu meira af miso-leg­in­um yfir. 
  12. Ef það er af­gang­ur af miso-leg­in­um settu hann þá í sér­skál til að hafa með ef ein­hver vill meira. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert