Jarðarberja- og basilíku-tómatasalsa sem gerir grillmatinn betri

Jarðarberja og sasilíkutómata salsa er guðdómleg á bragðið.
Jarðarberja og sasilíkutómata salsa er guðdómleg á bragðið. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Grill­tím­inn er að hefjast fyr­ir al­vöru og því ekki úr vegi að bjóða upp á fjöl­breytt meðlæti með lostæt­inu sem end­ar á grill­inu þínu. Kristjana Stein­gríms­dótt­ir mæl­ir með jarðarberja og basilíku­tóm­ata salsa með grill­matn­um. Þessi sam­setn­ing pass­ar með kjöti og fiski og hress­ir svo sann­ar­lega upp á bragðlauk­ana.

Jarðarberja- og basilíku-tómatasalsa sem gerir grillmatinn betri

Vista Prenta

Jarðarberja- og basilíku-tóm­ata­salsa

  • 1 1/​2 bolli kirsu­berjatóm­at­ar, skorn­ir í litla bita
  • 1 1/​2 bolli fersk jarðarber, skor­in í litla bita
  • 1/​4 rauðlauk­ur, skor­inn smátt
  • 1/​2 búnt söxuð fersk basilíka 
  • Safi úr einni límónu
  • 2 msk. sítr­ónu­olía
  • 1/​4 tsk. sjáv­ar­salt 
  • malaður pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

Öllu blandað sam­an í skál og borið fram með grill­matn­um. 
Fersk límóna gefur salsa-salatinu gott bragð.
Fersk límóna gef­ur salsa-sal­at­inu gott bragð. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir
Hægt er að borða lostætið með tortilla flögum.
Hægt er að borða lostætið með tortilla flög­um. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert