Jarðarberja- og basilíku-tómatasalsa sem gerir grillmatinn betri

Jarðarberja og sasilíkutómata salsa er guðdómleg á bragðið.
Jarðarberja og sasilíkutómata salsa er guðdómleg á bragðið. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Grilltíminn er að hefjast fyrir alvöru og því ekki úr vegi að bjóða upp á fjölbreytt meðlæti með lostætinu sem endar á grillinu þínu. Kristjana Steingrímsdóttir mælir með jarðarberja og basilíkutómata salsa með grillmatnum. Þessi samsetning passar með kjöti og fiski og hressir svo sannarlega upp á bragðlaukana.

Jarðarberja- og basilíku-tómatasalsa

  • 1 1/2 bolli kirsuberjatómatar, skornir í litla bita
  • 1 1/2 bolli fersk jarðarber, skorin í litla bita
  • 1/4 rauðlaukur, skorinn smátt
  • 1/2 búnt söxuð fersk basilíka 
  • Safi úr einni límónu
  • 2 msk. sítrónuolía
  • 1/4 tsk. sjávarsalt 
  • malaður pipar eftir smekk

Aðferð:

Öllu blandað saman í skál og borið fram með grillmatnum. 
Fersk límóna gefur salsa-salatinu gott bragð.
Fersk límóna gefur salsa-salatinu gott bragð. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir
Hægt er að borða lostætið með tortilla flögum.
Hægt er að borða lostætið með tortilla flögum. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert