Afskekktasti veitingastaður í heimi

Stjörnukokkurinn Poul Andrias Ziska frá Koks og teymið hans opna …
Stjörnukokkurinn Poul Andrias Ziska frá Koks og teymið hans opna sælkeraveitingahús í heimsklassa á afskekktasta stað í heimi. Ljósmynd/Viaplay

Í heim­ild­ar­mynd Viaplay The Most Remote Restaurant in The World eða Af­skekkt­asti veit­ingastaður í heimi, er fylgst með Poul Andri­as Ziska og teym­inu að baki fær­eyska tveggja Michel­in-stjörnu veit­ingastaðar­ins Koks í ótrú­legu æv­in­týri þegar þau flytja all­an veit­ingastaðinn í af­skekkta byggð í Græn­landi. 

Heim­ild­ar­mynd­in verður frum­sýnd á Viaplay á morg­un, 1. júní.

Á ein­um af af­skekkt­ari stöðum Græn­lands er þorpið Iliman­aq. Í þess­ari litlu byggð, sem er sú elsta á Græn­landi, búa aðeins 50 mann­eskj­ur og til að kom­ast þangað þarf að leggja á sig strembna báts­ferð um ís­hafið. Þrátt fyr­ir þessa aug­ljósu hindr­un er stjörnu­kokk­ur­inn Poul Andri­as Ziska og teymið hans harðákveðin: Þau ætla að opna sæl­kera­veit­inga­hús í heimsklassa, ein­mitt þar.

Mögnuð upplifun að sjá stjörnukokkinn og teymið hans vinna hráefni …
Mögnuð upp­lif­un að sjá stjörnu­kokk­inn og teymið hans vinna hrá­efni frá hafi til maga. Ljós­mynd/​Viaplay

Fær­eyska veit­inga­húsið Koks til Græn­lands

Fær­eyska veit­inga­húsið Koks lok­ar eld­hús­inu og stefn­an er tek­in á Græn­land til að bjóða gest­um hvaðanæva að úr heim­in­um upp á ein­staka mat­ar­upp­lif­un. En áskor­an­irn­ar bíða í röðum. Eða hvað skal til bragðs taka þegar ekk­ert eld­hús er á staðnum? Þegar Poul Andri­as og teymið hans koma á staðinn átta þau sig á að ofn­ar, elda­vél­ar og fram­reiðslu­borð eru enn í pappa­köss­um. Og þegar aðeins 11 dag­ar eru í opn­un veit­ingastaðar­ins er ekki búið að gera hand­tak í að inn­rétta Michel­in-eld­hús. Ofan á það kem­ur í ljós að það er erfiðleik­um bundið að út­vega hrá­efni í 22 rétta mat­seðil. Ætla mætti að nóg væri til af sel og fiski á Græn­landi en annað kem­ur í ljós. Trú­in á þetta metnaðarfulla verk­efni fer smátt og smátt að dvína hjá hópn­um og heima­menn fylgj­ast spennt­ir með bram­bolt­inu. Er virki­lega hægt að byggja brú milli alþjóðlegs viðskipta­fyr­ir­tæk­is og hefðbund­ins lífs í litlu fiski­manna­sam­fé­lagi?

„Að opna af­skekkt­asta veit­inga­hús í heimi á stað sem mörg láta sig aðeins dreyma um að heim­sækja, var brjálað æv­in­týri og stór­kost­leg reynsla. Ég vona að heim­ild­ar­mynd­in sýni hvernig við unn­um með að rann­saka staðbundna mat­ar­menn­ingu og inn­leiða hana í allt öðru­vísi nú­tíma mat­ar­gerðarstíl. Það koma til­tölu­lega fáir á KOKS í Græn­landi, en heim­ild­ar­mynd­in gef­ur áhorf­end­um Viaplay tæki­færi til að upp­lifa æv­in­týrið í nær­mynd,“ seg­ir Poul Andri­as Ziska, yf­ir­mat­reiðslumaður á Koks.

Í heimildamyndinni fá áhorfendur að fylgjast með teyminu frá Koks …
Í heim­ilda­mynd­inni fá áhorf­end­ur að fylgj­ast með teym­inu frá Koks tak­ast á við þær áskor­an­ir sem þau standa fyr­ir á Græn­landi. Ljós­mynd/​Viaplay

Ferlið frá haga til maga

Af­skekkt­asti veit­ingastaður í heimi fylg­ir Koks teym­inu í gegn­um fyrsta tíma­bil í rekstri veit­ingastaðar­ins. Fylgst er með frá byrj­un og fáum áhorf­end­ur að fylgj­ast með ferli mat­ar­ins frá haga í maga og hvernig þess­ir tveir menn­ing­ar­heim­ar mæt­ast, heima­fólkið og aðkomu­kokk­arn­ir. Við sjá­um mat­seðil­inn verða til og fáum inn­sýn í Poul Andri­as Ziskas létt­leik­andi og út­hugsaða nálg­un á sam­setn­ingu hrá­efn­is­ins. Um leið upp­lif­um við gleði fjöl­margra mat­gæðinga sem leggja á sig langa ferð á vest­ur­strönd Græn­lands til að njóta al­veg ein­stakr­ar máltíðar.

Heim­ild­ar­mynd­in er skemmti­leg og heiðarleg frá­sögn um allt að því ómögu­legt verk­efni og opn­ar glugga inn í ein­stakt sam­fé­lag sem áhorf­end­ur hafa fá tæki­færi til að upp­lifa. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar er Ole Juncker og fram­leidd af Plus Pict­ur­es, Mette Heide, með stuðningi frá Pu­blic Service Pu­lj­en. Fram­leiðend­ur hjá Viaplay er Nicole Hor­anyi og Sine Skibs­holt.

Hér má sjá klipp­ur úr heim­ilda­mynd­inni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert