Eftirminnilegur veitingastaður með glæsilegu útsýni yfir Colosseum

Aroma veitingastaðurinn er staðsettur á lúxushótelinu Palazzo Manfredi. Veitingastaðurinn er …
Aroma veitingastaðurinn er staðsettur á lúxushótelinu Palazzo Manfredi. Veitingastaðurinn er niðurkominnfallegri þakverönd og er klárlega á listanum yfir bestu þakveitingastaðina sem Rómarborg hefur upp á að bjóða. Samsett mynd

Á Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum Aroma end­ur­spegl­ast hin ómiss­andi Róm­armat­seðill með klass­ísk­um ít­ölsk­um rétt­um á fal­legri úti­ver­önd sem býður upp á óviðjafn­an­legt út­sýni yfir Co­losse­um hring­leika­húsið. Co­losse­um er stærsta hring­leika­húsið sem byggt var í Róma­veldi. Gat það upp­runa­lega tekið við 50.000 manns í sæti og var notað fyr­ir bar­daga skylm­ingaþræla og annarra svipaðra skemmt­ana. Á síðari tím­um er bygg­ing­in orðin eins kon­ar tákn fyr­ir borg­ina og hið forna Róma­veldi.

Útsýnið á veröndinni er stórfenglegt og ljúft að fá sér …
Útsýnið á ver­önd­inni er stór­feng­legt og ljúft að fá sér drykk á þess­um ein­staka stað. Skjá­skot/​In­sta­gram

Staðsett­ur á lúx­us­hót­el­inu Palazzo Man­fredi

Aroma veit­ingastaður­inn er staðsett­ur á lúx­us­hót­el­inu Palazzo Man­fredi. Veit­ingastaður­inn er niður­kom­inn á virki­lega fal­legri þakver­önd og er klár­lega á list­an­um yfir bestu þakveit­ingastaðina sem Róm­ar­borg hef­ur upp á að bjóða. Af þak­inu eru veit­inga­hús­gest­ir í  ynd­is­legri nær­mynd við Co­losse­um og sögu­staði Róm­ar. Opna eld­húsið er það fyrsta sem gest­ir sjá og upp­lifa þegar þeir koma á þenn­an ynd­is­lega veit­ingastað sem stát­ar af út­sýni yfir Róm­ar­borg og er sann­ar­lega eft­ir­minni­leg sjón.

Réttirnir er hver öðrum listrænni, úr hágæði hráefni.
Rétt­irn­ir er hver öðrum list­rænni, úr hágæði hrá­efni. Skjá­skot/​In­sta­gram

Aðeins 28 sæti

Veit­ingastaður­inn er 28 sæta og er í senn inni­leg­ur og glæsi­leg­ur, til­val­inn fyr­ir allt frá róm­an­tísk­um kvöld­verði og flest önn­ur til­efni. Aroma býður upp á frá­bær­an sæl­keramat, bæði la carte mat­seðil eða smakk mat­seðil með mögu­leika á að vínþjónn velji hið full­komna vín fyr­ir hvern rétt. Panta þarf borð á veit­ingastaðnum en þar er líka bar og setu­stofa til að heim­sækja ef þú vilt bara gæða þér á kampa­víns­glasi eða kokteil. Inn­rétt­ing­in á þakver­önd­inni minn­ir helst á klass­ísk­an þak­g­arð og hann er op­inn allt árið um kring þökk sé út­drag­an­legu þaki og gler­g­lugg­um. Aroma er eft­ir­minni­leg­ur veit­ingastaður með virki­lega glæsi­legu út­sýni, spenn­andi mat­seðli og flottri þjón­ustu.

Boðið er upp á ómissandi Rómarmatseðill með klassískum ítölskum réttum …
Boðið er upp á ómiss­andi Róm­armat­seðill með klass­ísk­um ít­ölsk­um rétt­um með ein­stakri fram­setn­ingu sem á sér fáa líka. Skjá­skot/​In­sta­gram
Réttirnir fanga augað og kveikja í matarástinni.
Rétt­irn­ir fanga augað og kveikja í mat­ar­ást­inni. Skjá­skot/​In­sta­gram
Kokkarnir hafa frumlegt hugmyndarflug af skemmtilegum og ljúffengum réttum sem …
Kokk­arn­ir hafa frum­legt hug­mynd­arflug af skemmti­leg­um og ljúf­feng­um rétt­um sem gera mat­ar­upp­lif­un­ina eft­ir­minni­lega. Skjá­skot/​In­sta­gram
Útsýnið yfir Colosseum hringleikahúsið sem er táknrænt fyrir Rómarveldið er …
Útsýnið yfir Co­losse­um hring­leika­húsið sem er tákn­rænt fyr­ir Róm­ar­veldið er óviðjafna­legt. Skjá­skot/​In­sta­gram
Hugsað er fyrir hverju smáatriði.
Hugsað er fyr­ir hverju smá­atriði. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert