Syndsamlega ljúffeng nautalund á franska vísu

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins töfrar fram „tournedos“-nautalund með …
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins töfrar fram „tournedos“-nautalund með svörtum trufflum, brioche-sneið, pönnusteiktu foie gras með madeira-rauðvínsgljáa sem allir sælkera eiga eftir að bráðna yfir. Samsett mynd

Í síðustu viku deildi Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, mat­reiðslu­meist­ari og þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins, sinni upp­á­halds­upp­skrift og skoraði á Ísak Aron Jó­hanns­son, nýj­an fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, að gera hið sama.

Ísak Aron sér­hæf­ir sig í prívat-mat­ar­boðum. Hann hef­ur komið víða við í mat­ar­gerðinni og ligg­ur ástríða hans í mat­reiðslu. „Ég byrjaði að læra mat­reiðslu­mann­inn aðeins 15 ára og hef verið að í tíu ár að læra og vinna á hinum ýms­um stöðum. Ég hef verið á fullu í keppn­ismat­reiðslu síðastliðin ár og er sig­ur­veg­ari eft­ir­rétt­ar árs­ins 2022, er á mínu þriðja keppn­is­tíma­bili með kokka­landsliðinu og lenti einnig í 4. sæti í Kokki árs­ins,“ seg­ir Ísak Aron og hef­ur ávallt jafn gam­an af því að keppa í grein­inni.

„Mat­ar­ástríðan mín ligg­ur í því að veita fyrsta flokks hrá­efni sem við finn­um hér á Íslandi, fisk­ur og ís­lenska lambið er í upp­á­haldi hjá mér og er það alltaf í fyr­ir­rúmi. Þegar ég elda vil ég líka að fólk muni eft­ir því. Að búa til minn­ingu fyr­ir fólk end­ist mun leng­ur en bragðgóð sósa, þótt það sé fátt sem skák­ar góðri sósu.“

Þarf að vera fyr­ir­mynd liðsins

Nú hef­ur þú verið val­inn fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins, hvað ger­ir það fyr­ir þig? Hef­ur þetta verið draum­ur­inn, að vera í for­ystu fyr­ir kokka­landsliðið?

„Þetta hef­ur gríðarlega mikla þýðingu fyr­ir mig, ég hef verið í kokka­landsliðinu í tvö tíma­bil áður og hef ég haft þann heiður að hafa verið með tveim­ur fyr­irliðum sem ég virði mjög mikið. Að fá þann heiður að vera fyr­irliði er spenn­andi og krefj­andi, í þessu hlut­verki þarftu að vera rödd liðsins til dóm­ar­anna og vera fyr­ir­mynd liðsins.“

Hvað er mest spenn­andi við að vera í kokka­landsliðinu?

„Mest spenn­andi hlut­ur­inn er að keppa í „búr­inu“ en það má ekki gleyma hvað und­ir­bún­ing­ur­inn er skemmti­leg­ur, að eyða tím­um með frá­bær­um mat­reiðslu­mönn­um í gegn­um ferlið er bæði gam­an og lær­dóms­ríkt.“

Er mat­ar­gerðin sem þið fá­ist við öðru­vísi en hin hefðbundna mat­ar­gerð?

„Já, svo sann­ar­lega, það felst meira frelsi í að elda á veit­ingastað, en þar er hægt að leika sér með bragð, áferðir og liti. Í keppn­ismat­reiðslu eru regl­ur sem eiga rétt á sér þegar verið er að dæma vinnu­brögð, áferðir, bragð og út­lit.“

Legg­ur mik­inn metnað í að elda heima?

„Ef ég legði jafn mik­inn metnað í að elda heima og ég geri með landsliðinu myndi ég hrein­lega ekki sofa. Þegar ég er heima finnst mér fljót­leg­ur og bragðgóður mat­ur best­ur, helst eitt­hvað sem hægt er að borða með ein­um gaffli eða fing­urn­um eins og sheper­d’s pie, plokk­fisk­ur eða pitsa. Ef ég er með mat­ar­boð og vil hrífa fólkið þá legg ég að sjálf­sögðu mik­inn metnað í það.“

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Ég á marga upp­á­halds­rétti en þessi er eitt­hvað sem all­ir verða að leyfa sér að elda. Það er tour­nedos Ross­ini en það er rétt­ur sem var á mat­seðli á Michel­in-stað sem ég var á eitt sum­ar í Suður-Frakklandi. Hann er ein­fald­ur en ein­stak­lega góður, aðeins bestu hrá­efn­in má nota í þenn­an rétt en þau eru ekk­ert annað en „tour­nedos“-nauta­lund, svart­ar truffl­ur, bri­oche-sneið, pönnu­steikt foie gras og madeira-rauðvíns­gljái,“ seg­ir Ísak Aron og svipt­ir hér hul­unni af upp­skrift­inni girni­legu sem all­ir sæl­ker­ar eiga eft­ir að bráðna yfir.

Hvern viltu skora á næst til að deila með les­end­um sín­um upp­á­halds­rétti?

„Ég vil skora á Úlfar Örn Úlfars­son, nýj­asta meðlim­inn í kokka­landsliðinu. Ég hef þekkt Úlfar í mörg ár og ég veit að hann kem­ur með snilld­ar­upp­skrift.“

Fátt toppar tournedos-nautalundina með svörtum trufflum, brioche-sneið, pönnusteiktu foie gras …
Fátt topp­ar tour­nedos-nauta­lund­ina með svört­um truffl­um, bri­oche-sneið, pönnu­steiktu foie gras og madeira-rauðvíns­gljáa. mbl.is/​Eythor Arna­son

Syndsamlega ljúffeng nautalund á franska vísu

Vista Prenta

Tour­nedos Ross­ini-nauta­lund, bri­oche, svart­ar truffl­ur, foie gras
og madeira-rauðvíns­gljái

Fyr­ir fjóra

  • 4 stk. 160 g „tour­nedos“-nauta­lund (miðjan úr nauta­lund­inni)
  • 4 stk. bri­oche-sneiðar
  • 4 stk. foie gras-sneiðar
  • Olía og smjör eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Nauta­lund er söltuð, pipruð og brúnuð vel á pönnu á háum hita með olíu, næst er smjöri bætt við og er hún „baseuð“ úr smjöri.
  2. Sett í ofn á 80°C hita og kjarn­hita leyft að ná 52°C.
  3. Bri­oche-sneiðar eru pönnu­steikt­ar upp úr nóg af smjöri og skorn­ar út í hring.
  4. Foie gras er tekið beint úr frysti og á fun­heita pönnu með engri olíu, foie gras er nán­ast bara fita svo það er óþarfi að bæta því við.
  5. Foie gras er steikt á báðum hliðum í 1 ½ mín­útu og saltað vel.
  6. Næst er það að setja sam­an rétt­inn en þá er ein­fald­lega sett bri­oche-sneið á disk, nauta­lund á sneiðina, foie gras á lund­ina, truffl­an er annaðhvort rif­in á eða skor­in og síðan klárað með madiera-gljáa.

Madeira-rauðvíns­gljái

  • 3 stk. skalott­lauk­ar
  • 2 stk. hvít­lauksrif
  • 2 stk. gul­ræt­ur
  • 2 stk .sell­e­rí
  • 1 msk. tóm­at­púrra
  • 3 grein­ar garðablóðberg
  • 800 ml madeira-rauðvín
  • 1 l nauta­soð
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 40 g af smjörten­ing­um

Aðferð:

  1. Skalott­lauk­ur, hvít­lauksrif og gul­rót er skorið fínt og sáterað í miðlungs­stór­um potti á miðlungs­hita með dass af olíu í u.þ.b. 5 mín­út­ur.
  2. Næst er sell­e­rí og tóm­at­púrru bætt við og eldað í aðra mín­útu, rauðvíni og garðablóðbergs­grein­um bætt við og er það soðið niður um ²/³.
  3. Nauta­soði er bætt við og komið upp að suðu, svo er það sigtað og sett í ann­an pott.
  4. Sós­an er soðin niður þar til hún er orðin nógu þykk til að geta kallað hana sósu, þá er hún smökkuð til með salti og pip­ar og nokkr­um smjörkubb­um hrært sam­an við til að fá gljáa.
Ísak Aron Jóhannsson,matreiðslumeistari og nýr fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins, tók áskorun …
Ísak Aron Jó­hanns­son,mat­reiðslu­meist­ari og nýr fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins, tók áskor­un Snæ­dís­ar og galdraði fram sinn upp­á­halds­rétt á framúrsk­ar­andi hátt. mbl.is/​Eythor Arna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert