Karríkókospottrétturinn sem þú borðar yfir þig af

Girnilegur karríkókospottrétturinn sem Albert Eiríks borðaði yfir sig af.
Girnilegur karríkókospottrétturinn sem Albert Eiríks borðaði yfir sig af. Samsett mynd

Hér er á ferðinni karríkó­kospot­trétt­ur sem hef­ur farið sig­ur­för um Ísa­fjörð. Al­bert Ei­ríks­son mat­ar­blogg­ari með meiru deildi upp­skrift­inni af þess­um rétti á bloggsíðu sinni Al­bert eld­ar og gef­ur hon­um góð meðmæli og meira enn það. Þetta er ljóm­andi góður veg­an rétt­ur.

Sum­ir rétt­ir eru þannig að það er engu lík­ara en þeir breyti lífi manns, áhrif­in verða svo mik­il og eft­ir­minni­leg. Það á við um þenn­an græn­met­ispot­trétt. Á fögru síðsum­ars­kvöldi í gömlu húsi á Ísaf­irði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig,“ seg­ir Al­bert og býður gjarn­an góðum gest­um upp á þenn­an girni­lega pot­trétt sem inni­held­ur meðal ann­ars ban­ana.

Karríkó­kospot­trétt­ur­inn sem þú borðar yfir þig af

Vista Prenta

Karríkó­kospot­trétt­ur

  • 3 lauk­ar
  • 2 dl jóm­frúaró­lífu­olía
  • 500 g sæt­ar kart­öfl­ur
  • 500 g spergilkál
  • 1 rauð paprika
  • 2 gul­ræt­ur
  • 2 tóm­at­ar
  • 1-2 msk. græn­metiskraft­ur
  • 2 dl vatn
  • 2-3 msk. ferskt kórí­and­er
  • 400 ml kó­kos­mjólk
  • 200 g soðnar linsu­baun­ir
  • 2 ban­an­ar
  • 1-2 msk. karrímauk eða karrí­duft

Aðferð:

  1. Skerið allt græn­metið í hæfi­lega stóra bita, ekki of litla.
  2. Hitið ol­í­una í stór­um potti, látið karríið og lauk­inn út í og steikið um stund.
  3. Bætið við gul­rót­um, sæt­um kart­öfl­um, spergilkáli, papriku, tómöt­um, græn­metiskrafti og vatni.
  4. Sjóðið í um 20 mín­út­ur við lág­an hita.
  5. Bætið þá kórí­and­er, kó­kos­mjólk, soðnum linsu­baun­um, karríi og ban­ön­um út í.
  6. Látið sjóða í nokkr­ar mín­út­ur til viðbót­ar.
  7. Saltið og piprið ef þarf.
  8. Berið fram með hrís­grjón­um.
  9. Skreytið með ban­ana ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert