Innkalla avókadó

Innkölluðu avókadóin hafa verið seld í neti.
Innkölluðu avókadóin hafa verið seld í neti. Ljósmynd/Aðsend

Bananar ehf. hafa í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hætt sölu á avókadó frá Perú, sem bera lotunúmerið 24-03. Eins hefur fyrirtækið innkallað þau avókadó sem þegar hafa verið seld undir lotunúmerinu.

Ástæða innköllunarinnar er að of hátt gildi kadmíns hefur greinst í ávextinum, sem getur haft áhrif á heilsufar manna.

Þau avókadó sem hér um ræðir hafa verið seld í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land, ásamt því að hafa verið seld í ýmis stóreldhús.

Varasömu avókadóin má líka þekkja sem svona tvennur.
Varasömu avókadóin má líka þekkja sem svona tvennur. Ljósmynd/Aðsend

Avocado Hass

Avókadóin sem á að varast eru merkt sem Avocado Hass, og hafa verið seld í neti, í lausu og sem par í einni pakkningu. Bera þau lotunúmerið 24-03 eins og áður sagði. Upprunaland er merkt Perú.

Þeir sem þegar hafa keypt ávöxtinn er beint að neyta hans ekki eða skila til dreifanda, sem eru Bananar ehf. að því er kemur fram í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka