Rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár

Hótel Blönduós opnaði formlega á dögunum eftir miklar endurbætur og …
Hótel Blönduós opnaði formlega á dögunum eftir miklar endurbætur og búið er að endurnýja veitingastaðinn ber heitið Sýslumaðurinn. Samsett mynd

Hót­el Blönduós opnaði form­lega á dög­un­um eft­ir mikl­ar end­ur­bæt­ur og búið er að end­ur­nýja veit­ingastaðinn. Eld­húsið er í dag í upp­runa­lega sýslu­manns­hús­inu og veit­inga­sal­ur­inn inn af því og þótti til­valið að kalla end­ur­nýjaðan veit­ingastaðinn Sýslu­mann­inn og sýna sögu húss­ins með því virðingu. Mik­ill metnaður er í mat­ar­gerðinni og áhersla lögð á að vera með hrá­efni sem hef­ur teng­ingu við nærum­hverfið. 

Pétur Oddbergur Heimisson, markaðs- og sölustjóri Hótels Blönduóss og horfir …
Pét­ur Odd­berg­ur Heim­is­son, markaðs- og sölu­stjóri Hót­els Blönduóss og horf­ir björt­um aug­um til kom­andi tíma. Ljós­mynd/​Aðsend

Hús­næði hót­els­ins og um­hverfi þess er ein­stakt fyr­ir marg­ar sak­ir. Hót­elið stend­ur í miðjum gamla bæn­um en elsti hluti húss­ins var byggður árið 1900 sem embætt­is­bú­staður Gísla Ísleifs­son­ar þáver­andi sýslu­manns og hef­ur húsið í gegn­um tíðina því verið kallað Sýslu­manns­húsið. Húsið skipti nokkr­um sinn­um um eig­end­ur næstu ára­tugi þar til Snorri Arn­finns­son festi kaup á því árið 1943 og opnaði hið upp­runa­lega Hót­el Blönduós í hús­inu. Á 7. ára­tugn­um byggði Snorri við húsið og stækkaði hót­elið til þess sem það er enn þann dag í dag. Eld­húsið er í dag í upp­runa­lega sýslu­manns­hús­inu og veit­inga­sal­ur­inn inn af því svo okk­ur þótti til­valið að kalla end­ur­nýjaðan veit­ingastaðinn Sýslu­mann­inn og sýna sögu húss­ins með því virðingu,“ seg­ir Pét­ur Odd­berg­ur Heim­is­son, markaðs- og sölu­stjóri Hót­els Blönduóss.

Sýslu­manns­húsið and­lit hót­els­ins

Farið var í mikl­ar end­ur­bæt­ur á hús­næðinu. „Það er óhætt að segja að mikl­ar end­ur­bæt­ur á hús­næðinu í heild hafi átt sér stað. Að því sögðu þá hef­ur hót­elið í heild sinni alltaf verið vel skipu­lagt svo við þurft­um ein­ung­is að fara í sára­litl­ar þess hátt­ar breyt­ing­ar. Sýslu­manns­húsið var á sín­um tíma byggt í svo­kölluðum nor­ræn­um bygg­ing­ar­stíl, tréhús á hlöðnum kjall­ara en síðar klætt með báru­járni og enn þá seinna forskalað eins og al­gengt var á sín­um tíma. Það má segja að á sín­um tíma hafi verið reynt að breyta Sýslu­manns­hús­inu svo út­lit þess sam­ræmd­ist stein­steyptu viðbygg­ing­un­um en nýir eig­end­ur með Blönduós­ing­inn Reyni Finn­dal Grét­ars­son í far­ar­broddi ákváðu að gera hið gagn­stæða og færa Sýslu­manns­húsið til upp­runa­legs út­lits sem heppnaðist ein­stak­lega vel. Það má segja að Sýslu­manns­húsið, sem áður var frek­ar ófrýni­legt að sjá sök­um ástands þess, sé í dag and­lit hót­els­ins og um leið gott dæmi um hversu já­kvæð áhrif vel upp­gert hús get­ur haft á um­hverfið,“ seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að mik­il ánægja sé um verkið.

Sam­spil nátt­úru­feg­urðar og kyrrðar

Hót­elið er í heild 19 her­bergi, þar af 3 á efri hæð Sýslu­manns­húss­ins og áhersl­an var lögð á að vinna með sög­una eins og áður sagði. Þau her­bergi sem eru í Sýslu­manns­hús­inu eru í gamla stíln­um, líkt og farið sé meira en 100 ár aft­ur í tím­ann á meðan önn­ur her­bergi eru í nú­tíma­legri stíl. Reyn­ir er án efa mesti safn­ari gam­alla landa­korta og inni á hverju her­bergi má finna kort úr glæsi­legu safni hans sem segja má að tengi her­berg­in sam­an. 

Veit­inga­sal­ur­inn hef­ur alltaf verið glæsi­leg­ur. „Engu að síður var kom­inn tími á and­lits­lyft­ingu á hon­um og þar er unnið með sam­spil sög­unn­ar og þeirr­ar nátt­úru­feg­urðar og kyrrðar sem við erum svo hepp­in að njóta hér. Við klædd­um einn vegg­inn með rekavið sem hef­ur rekið inn Húna­flóa í ár­anna rás, á barn­um var bætt við út­sýn­is­glugga þar sem gest­ir geta notið þess að horfa á sól­ina setj­ast fyr­ir miðjum Húna­fló­an­um. Við vilj­um reynd­ar meina að sól­setrið eigi lög­heim­ili í Húna­fló­an­um en það er önn­ur saga. Við varðveitt­um gamla bar­inn sem er einkar glæsi­leg­ur, sem og dans­gólfið en hér voru ósjald­an böll á árum áður. Á gólfin sett­um við síðan lit­ríkt teppi sem er í senn skír­skot­un í hún­versk­an haga, sól­setrið og Blöndu sem renn­ur hér til hafs rétt utan við hót­elið.“

Fjöldi manns lagði hönd á plóg við end­ur­bæt­urn­ar. „Við erum svo hepp­in að eiga fjöl­marga smekk­lega ætt­ingja og vini sem hafa lagt hönd á plóg þegar kem­ur að út­liti hót­els­ins og Sýslu­manns­ins svo það er ekki hægt að nefna neina sér­staka hönnuði í þessu sam­hengi. Við töl­um mun frek­ar um hönn­un­ina sem stórt og mikið sam­starfs­verk­efni sem skilaði þess­ari út­komu sem við erum mjög stolt af. 

Leitast er eftir því að vera með gæðahráefni úr héraði …
Leit­ast er eft­ir því að vera með gæðahrá­efni úr héraði eins og lamba­kjöt, kinda­kjöt og lax enda er héraðið rómað fyr­ir gjöf­ul­an land­búnað og heimsþekkt­ar laxveiðiár. Ljós­mynd/​Hót­el Blönduós

Rétt­ir á mat­seðlin­um tengd­ir svæðinu

Þegar kem­ur að mat­ar­gerðinni og þróun mat­seðils­ins er hrá­efnið úr nærum­hverf­inu í for­grunni. „Við leggj­um mikla áherslu á gæði hrá­efn­is­ins og leit­umst eft­ir því að vera með lamba­kjöt, kinda­kjöt og lax sem hef­ur teng­ingu við svæðið enda er héraðið rómað fyr­ir gjöf­ul­an land­búnað og heimsþekkt­ar laxveiðiár. Við leggj­um mikið upp úr Blöndu­bakk­an­um okk­ar sem er með mörg­um rétt­um tengd­um svæðinu. Það er mjög spenn­andi að vera í mat­ar­gerð og rekstri núna á staðnum og það á sér stað mik­il upp­bygg­ing á Blönduósi og þá sér­stak­lega í Gamla bæn­um.

Aðspurður seg­ist Pét­ur ekki vita ekki hvort hægt sé að tala um ein­hvern sér­stak­an leynd­ar­dóm í eld­hús­inu. „En við finn­um fyr­ir áhuga gesta okk­ar á því að tengj­ast fal­lega héraðinu okk­ar með mat úr ná­grenn­inu. Ætli það sé ekki nær að tala um illa fal­inn leynd­ar­dóm enda vita all­ir að stysta leiðin að hjart­anu er í gegn­um mag­ann.“ Það er einn rétt­ur sem nýt­ur mik­ill­ar sér­stak­lega mik­illa vin­sælda. „Sá rétt­ur er lambaf­ill­et en að auki er lax­inn mjög vin­sæll og svo selst mikið af rétti dags­ins, sem er yf­ir­leitt fisk­ur eða kjöt. Við bjóðum upp á fjöl­breytt­an mat­seðil en að auki bjóðum við upp á veg­an/græn­met­is­rétti í for­rétt, aðal­rétt og eft­ir­rétt.“ 

Veitingastaðurinn er rómaður fyrir hlýleika og stórbrotið útsýni.
Veit­ingastaður­inn er rómaður fyr­ir hlý­leika og stór­brotið út­sýni. Ljós­mynd/​Hót­el Blönduós

Útsýnið frá staðnum dá­samað

Pét­ur seg­ir að það sé virki­lega gam­an að reka veit­ingastað á Blönduósi. „Við erum nátt­úru­lega bara búin að vera með opið í rúm­an mánuð en síðan við opnuðum hef­ur fjöldi ferðamanna lagt leið sína á hót­elið og á veit­ingastaðinn og það á bara eft­ir að aukast. Það er gam­an að sjá hve gest­ir taka hót­el­inu vel og þeim breyt­ing­um sem hafa verið gerðar. Framtíðin í veit­ing­a­rekstri á Blönduósi er björt í ljósi þess hve margt fólk hef­ur áttað sig á feg­urð svæðis­ins og að það sé í raun­inni hægt að stoppa í bæn­um en það hef­ur verið al­gengt að fólk keyri bara í gegn á ferð sinni suður eða norður. Útsýnið frá veit­ingastaðnum er líka eitt­hvað sem marg­ir hafa dá­samað og á fal­leg­um degi er fátt betra en að rölta um svæðið og niður í fjöru eða að Blöndu eft­ir góða máltíð á Sýslu­mann­in­um.

Ég má líka til með að nefna að Hót­el Blönduós og Sýslumaður­inn eru í hjarta gamla bæj­ar­ins á Blönduósi sem er ein­stak­ur fyr­ir margra sak­ir. Hér áður fyrr mátti finna í gamla bæn­um alla helstu starf­semi sem ein­kenn­ir blóm­legt mann­líf, hót­el, veit­ingastað, kirkju, bakarí, skóla, sjúkra­hús, sam­komu­hús, bóka­búðir og svo mætti lengi telja. Síðan tók við tíma­bil stöðnun­ar sem leiddi til þess að lítið var um fram­kvæmd­ir en fyr­ir vikið stend­ur enn upp­runa­leg götu­mynd sem gríp­ur augað. Hér í gamla bæn­um má sjá nokk­urs kon­ar þversnið af ís­lenskri bygg­ing­ar­list á árum og öld­um áður því hér má finna hús frá hverj­um ein­asta ára­tug frá 1870 til 1970. Að fá að taka nú þátt í upp­bygg­ingu blóm­legs mann­lífs hér á nýj­an leik eru for­rétt­indi.

Aðspurður seg­ir Pét­ur að hann horfi bjart­sýn­um aug­um til framtíðar. Hót­elið og veit­ingastaður­inn eru að stimpla sig á kortið sem áhuga­verður viðkomu­staður. Nýt­ing­in á hót­el­inu fer vax­andi í sum­ar og næsta sum­ar er nú þegar byrjað að bók­ast mjög vel. Það er mik­il upp­bygg­ing á svæðinu og við erum að opna viðburðarými í júlí sem mun bera nafnið Krúttið. Þar verður hægt að halda fjöl­breytta viðburði eins og tón­leika, veisl­ur og fleira. Við opnuðum Apó­tek­ara­stof­una í byrj­un júní sem er opin alla daga vik­unn­ar frá 11:00-18:00, sem er sæl­kera­búð og kaffi­hús. Við mæl­um með því að fólk geri sér ferð í Gamla bæ­inn og skoði þá upp­bygg­ingu sem á sér þar stað. Við hlökk­um til að taka á móti gest­um í sum­ar,“ seg­ir Pét­ur að lok­um.

Það er hægt að bóka gist­ingu í sum­ar og borða á Sýslu­mann­in­um eða ein­fald­lega stoppa við á Sýslu­mann­in­um. Opið á veit­ingastaðnum frá 17:00 – 21:00 alla daga vik­unn­ar. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heimasíðunni hót­els­ins. 

Að koma inn í sum herbergin er eins og að …
Að koma inn í sum her­berg­in er eins og að fara aft­ur í tím­ann um 100 ár. Ljós­mynd/​Hót­el Blönduós
Herbergin er rómantísk í sveitastíl.
Her­berg­in er róm­an­tísk í sveita­stíl. Ljós­mynd/​Hót­el Blönduós
Panel er á veggjum í sumum herbergjum og skemmtilega út.
Panel er á veggj­um í sum­um her­bergj­um og skemmti­lega út. Ljós­mynd/​Hót­el Blönduós
Réttirnir eru bornir fram á listrænan og fallegan hátt.
Rétt­irn­ir eru born­ir fram á list­ræn­an og fal­leg­an hátt. Ljós­mynd/​Hót­el Blönduós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert