Hlöðueldhúsið rómað fyrir einstakar matarupplifanir

Vilhjálmur A. Einarsson og Dana Ýr Antonsdóttir reka Hlöðueldhúsið og …
Vilhjálmur A. Einarsson og Dana Ýr Antonsdóttir reka Hlöðueldhúsið og leggja ást og alúð í taka á móti gestum. Ljósmynd/Ólafur Ingi

Hlöðueld­húsið í Þykkvabæ er glæsi­leg­ur veit­ingastaður í gam­alli hlöðu sem hef­ur verið gerð upp frá grunni og umbreytt í veg­leg­an veislu­sal og tækni­vætt eld­hús sem býður meðal ann­ars upp á að gest­ir eldi mat­inn sjálf­ir. Á móti hlöðunni er gam­all stríðsára­braggi sem hef­ur verið breytt í gróður­hús en þar ræktaðar eru kryd­d­jurtir, græn­meti og fleira er síðan notað á veit­ingastaðnum.

Allt er reynt að gera í ítr­ustu sátt við nátt­úru og um­hverfi og má í því sam­hengi nefna að öll vatns- og hús­hit­un not­ast við varma­dælu­kerfi, við löbb­um eft­ir kart­öfl­um til ná­granna okk­ar á næsta bæ og öll líf­ræn efni sem falla til í eld­hús­inu eru nýtt til moltu­gerðar og molt­an síðan nýtt til rækt­un­ar í gróður­bragg­an­um,“ segja þau Dana Ýr Ant­ons­dótt­ir og Vil­hjálm­ur A. Ein­ars­son sem reka Hlöðueld­húsið. 

Hjón­in Dana og Vil­hjálm­ur tóku við rekstr­in­um á Hlöðueld­hús­inu ný­lega af þeim Hrönn og Þórólfi sem byggðu þetta upp frá grunni. „Amma henn­ar Dönu, Guðbjörg Ant­ons­dótt­ir, er syst­ir Þórólfs, og hún gaf allri fjöl­skyld­unni ein­mitt í jóla­gjöf, jól­in 2021, upp­lif­un í Hlöðueld­hús­inu. Við urðum bæði al­veg upp­num­in af þess­ari hug­mynda­fræði og Hlöðunni sjálfri í þeirri heim­sókn, svo þegar þau hjón­in vildu setj­ast í helg­an stein og selja þetta var erfitt að hugsa til þess að missa þetta úr fjöl­skyld­unni,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. 

Allir taka þátt í ræktuninni.
All­ir taka þátt í rækt­un­inni. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi

Gleði, ís­lenskt hrá­efni, mat­ar­gerð og sveitaróm­an­tík

Til­urðin bak við Hlöðueld­húsið er ein­stak­lega fal­leg og leynd­ar­dóms­full. „Hrönn og Þórólf­ur ráku Kaffi Loka við Hall­gríms­kirkju í 10 ár og langaði að fara í aðeins ró­legra um­hverfi en halda áfram í þess­um bransa, ásamt því að fara lengra með hug­mynda­fræði þeirra á Kaffi Loka. Þau hönnuðu eld­húsið á þann skemmti­lega hátt að það er út­búið fjór­um full­bún­um eld­un­ar­stöðvum. Þeir hóp­ar sem koma hingað í hópefli hjálp­ast að við mat­reiðslu á glæsi­legri fjög­urra rétta máltíð, ásamt því að fá skoðun­ar­ferð í gróður­bragg­ann, kennslu í flat­brauðsgerð og tón­list­ar­atriði. Það mynd­ast oft gríðarlega mik­il stemn­ing í eld­hús­inu og oft brest­ur hóp­ur­inn í söng eða ein­hver sest við pí­anóið á barn­um og leik­ur fyr­ir dansi. All­ir setj­ast svo sam­an og njóta ár­ang­urs erfiðis­ins,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að þarna hafi sveitaróm­an­tík­in blómstrað sam­hliða mat­ar­gerðinni.

Sérstaða Hlöðueld­húss­ins er að vera með ís­lenskt hrá­efni úr nærum­hverf­inu. „Hlöðueld­húsið vinn­ur mikið með þekkt ís­lensk hrá­efni eins og lamba­kjöt, hrossa­lund­ir og þorsk, en set­ur það í nýj­an bún­ing með fram­andi bragði. Fólk sem kem­ur í hópeflið lær­ir oft mikið af upp­skrift­un­um okk­ar sem það tek­ur með sér í eld­húsið heima,“ seg­ir Dana. „Þetta er líka ekki bara veit­ingastaður sem sel­ur mat. Hvort sem fólk bók­ar til­búna veislu eða hópefli, þá fær það heil­mikla upp­lif­un eins og áður sagði. Við hlið bars­ins er alltaf tengd­ur hljóðnemi, gít­ar og flyg­ill, en Dana er mikið í tónlist svo okk­ur finnst mjög gam­an að geta boðið upp á smá einka­tón­leika á milli rétta,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Aðspurð segja þau Dana og Vil­hjálm­ur að Hrönn og Þórólf­ur hafi sjálf hannað rýmið. „Þau horfðu svo­lítið til gam­alla kennslu­stofa í mat­reiðslu við það. Hlý­legt og heim­il­is­legt með nóg af tól­um og tækj­um til að taka á móti stór­um hóp­um. Sal­ur­inn er svo ein­stak­lega hlýr og nota­leg­ur. Þar er hátt til lofts, virki­lega vel heppnuð lýs­ing og upp­runa­legu timbri gefið nýtt hlut­verk. Einn steypti út­vegg­ur­inn fékk að halda sér sem gef­ur skemmti­leg­an hrá­leika.

Rækta sín­ar eig­in kryd­d­jurtir, græn­meti og skraut­blóm

Kryd­d­jurtir, græn­meti og skraut­blóm er meira og minna ræktað á staðnum. „Við rækt­um flest­ar kryd­d­jurtir, græn­meti og skraut­blóm sjálf í bragg­an­um okk­ar. Kart­öfl­ur skipa auðvitað stórt hlut­verk á mat­seðlum okk­ar og þær fáum við hjá frá­bær­um ná­grönn­um okk­ar í Þykkvabæ. Kjöt er sótt upp á Hellu eða ann­ars staðar á Suður­landi eft­ir at­vik­um. Við reyn­um eft­ir fremsta megni að sækja ekki vatnið yfir læk­inn og nota helst hrá­efni sem allra næst okk­ur.

Rúgbrauðsísinn í Hlöðueldhúsinu nýtur mikilla vinsælda.
Rúg­brauðsís­inn í Hlöðueld­hús­inu nýt­ur mik­illa vin­sælda. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi

Hópefli í Hlöðueld­hús­inu nýt­ur mik­illa vin­sælda. „Það er afar vin­sælt að vinnustaðir bóki hjá okk­ur hópefli og eldi sam­an. Þetta er frá­bær leið til að þétta hóp­inn að fá ein­föld verk­efni til að leysa í litl­um hóp­um, þar sem all­ir fá að gera eitt­hvað. Það er alltaf jafn gam­an að sjá hvað fólk nær að koma sjálfu sér á óvart þegar það sest svo niður og borðar glæsi­lega mat­inn sem það fram­reiddi. Svo er að aukast tölu­vert að hóp­ar í hesta­ferðum komi hér í veislu­mat, söng og gleði eft­ir lang­an dag á baki. Þá mæta þau beint í for­drykk og tón­list­ar­atriði frá Dönu á meðan Vil­hjálm­ur legg­ur loka­hönd á veislu­mat­inn,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Mat­seðil­inn er rómaður fyr­ir ís­lensk­ar kræs­ing­ar og sum­ir rétt­ir eru vin­sælli en aðrir. „Af mat­seðlin­um er það ávallt hinn frægi rúg­brauðsís sem slær í gegn hjá okk­ur. Hann nær alltaf að koma fólki skemmti­lega á óvart.

Hönnunin á eldhúsinu er einstaklega vel heppnuð og á sér …
Hönn­un­in á eld­hús­inu er ein­stak­lega vel heppnuð og á sér fyr­ir­mynd af gömlu kennslu­eld­hús­un­um sem prýdd af meðal ann­ars skóla. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi

Smíða ein­staka upp­lif­un fyr­ir hvern hóp

Að sögn Vil­hjálms er lítið má að hafa sam­band og bóka tíma fyr­ir hópefli og koma með ósk­ir fyr­ir hópa. „Yf­ir­leitt er ein­hver einn sem fer fyr­ir hópn­um bú­inn að hafa sam­band við okk­ur og ræða mat­seðil og fjölda þátt­tak­enda o.þ.h. nokkru áður en kem­ur að deg­in­um. Með hverj­um hópi smíðum við ein­staka upp­lif­un, hvort sem þau vilja taka þátt í elda­mennsk­unni eða koma hingað að borða. Sum­ir vilja bara borða en gjarn­an prófa að gera flat­brauð og fá skoðun­ar­ferð um gróður­bragg­ann. Aðrir velja all­an pakk­ann, fjög­urra rétta veislu með flat­brauðsgerð, tónlist og öll­um þeim skoðun­ar­ferðum og fræðslu­mol­um sem við bjóðum upp á. Við vilj­um ætíð sníða upp­lif­un­ina að þörf­um og ósk­um hvers og eins, því þetta er jú dag­ur­inn þeirra í Hlöðueld­hús­inu í Þykkvabæ.

Mest kem­ur fólk af Suður­land­inu og Höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta er rúm­ur klukku­tíma akst­ur frá Reykja­vík og við erum mikið að taka á móti vinnu­stöðum þaðan. Við erum svo að vinna í því að bjóða meira upp á styttri heim­sókn­ir fyr­ir minni hópa hvenær sem er dags, til að geta mætt þörf­um er­lendra ferðamanna,“ segja Dana og Vil­hjálm­ur. „Við vilj­um gjarn­an vekja at­hygli á því líka að Hlaðan er ein­stak­lega hent­ug í allskon­ar viðburði og helst vilj­um við ávallt hafa hér fólk. Hér hafa verið haldn­ir tón­leik­ar og upp­lestr­ar og við stefn­um á að auka við. Þá er í boði að leigja sal­inn með eða án eld­húsaðstöðu en hann hent­ar ein­stak­lega vel fyr­ir af­mæl­is-, brúðkaups- og skírn­ar­veisl­ur.“ Fyr­ir áhuga­sama þá er hægt að hafa sam­band við Vil­hjálm og Dönu gegn­um net­fangið þeirra hlodu­eld­husid@gmail.com eða hafa sam­band sím­leiðis í síma: 867-4202.

Hum­ar í osta­skel sem slær í gegn

Mat­ar­vef­ur­inn fékk Vil­hjálm og Dönu til að deila með les­end­um upp­skrift sem kem­ur úr Hlöðueld­hús­inu og slær ávallt í gegn. „Hér er dæmi um einn rétt sem þátt­tak­end­ur okk­ar elda sjálf­ir og slær alltaf í gegn, enda með ein­dæm­um góður,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Hér er um að ræða dá­sam­leg­an hum­ar í osta­skel sem all­ir sjáv­ar­réttaunn­end­ur missa sig yfir.

Þessi rétt­ur er gjarna bor­in fram sem for­rétt­ur og er hinn glæsi­leg­asti. Upp­skrift­in er þrískipt. Fyrst ger­um við osta­skel, síðan hvít­laukssósu og að lok­um er humar­inn hreinsaður og eldaður.

Glæsilegur forréttur sem töfrar gestina upp úr skónum, humar í …
Glæsi­leg­ur for­rétt­ur sem töfr­ar gest­ina upp úr skón­um, hum­ar í osta­skel. Ljós­mynd/​Hlöðueld­húsið

Hlöðueldhúsið rómað fyrir einstakar matarupplifanir

Vista Prenta

Hum­ar í osta­skel

Fyr­ir 12 manns

Osta­skel

  • Par­mes­an ost­ur, einn geiri ger­ir um 15 skelj­ar
  • Sí­valn­ing­ur/​hólk­ur klædd­ur álp­app­ír

Aðferð:

  1. Byrjið á að rífa par­mesanost­inn í mat­vinnslu­vél með gróf­ari skíf­unni.
  2. Hitið ofn­inn í 200 °C. með und­ir og yf­ir­hita.
  3. Útbúið ofn­plöt­ur með bök­un­ar­papp­ír eða sili­kon­mottu
  4. Hafið ál­klædd­an sí­valn­ing til­bú­inn.
  5. Setjið rúm­lega 1 matskeið af rifn­um osti á plöt­una, ekki of marg­ar í einu og bakið í 8-10 mínútur
  6. Bíðið í um það bil ½ mínútu áður en ost­ur­inn er tek­inn upp með spaða og sett­ur á hólk­inn og mótið í skel.
  7. End­ur­tekið þar til all­ur ost­ur­inn hef­ur verið mótaður.
  8. Staflað upp og geymt.

Hvít­laukssósa

  • 1 dós sýrður rjómi 18%
  • 1-2 hvít­lauksrif 

Aðferð:

  1. Hrærið upp sýrða rjómann, saxið og merjið hvít­lauk­inn og hrærið út í sýrða rjómann.  
  2. Geymið sós­una í ís­skáp þar til rétt­ur­inn er bor­inn fram.  

Humar­inn

  • Hum­ar, miða við 2 stk. á mann
  • 4-5 hvít­lauksrif,  fyr­ir 12 manns
  • 4 msk. smjör
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Kletta­sal­at
  • Rúg­brauðsmylsna

Aðferð:

  1. Humar­inn er tek­inn úr frysti að morgni. 
  2. Skolaður, tek­inn úr skel­inni og garn hreinsaður. 
  3. Smjör brætt og söxuðum hvít­laukn­um bætt við ásamt smá salti og pip­ar. 
  4. Humar­hal­ar sett­ir út í og geymt þar til rétt­ur er sett­ur sam­an.

Sam­setn­ing

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Setjið humar­inn í hvít­laukss­mjör­inu í ofninn í 5-8 mínútur.
  3. Setjið 1-2 osta­skelj­ar á fal­leg­an disk, smá kletta­sal­at er sett í botn­inn á skelj­un­um.
  4. Síðan hum­arinn, 1-2 eft­ir stærð. 
  5. Yfir humar­inn er sett hvít­laukssósa og loks rúg­brauðsmylsnu stráð yfir.
  6. Berið fram og njótið.
Allar kryddjurtir, grænmeti og skrautblóm eru ræktað á staðnum og …
All­ar kryd­d­jurtir, græn­meti og skraut­blóm eru ræktað á staðnum og hrá­efnið í mat­ar­gerðina er fengið úr nærum­hverf­inu. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Fjölskyldan nýtur þess að rækta og hlúa að umhverfinu saman.
Fjöl­skyld­an nýt­ur þess að rækta og hlúa að um­hverf­inu sam­an. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Nostrað er við hvern rétt og skrautblóm fá að njóta …
Nostrað er við hvern rétt og skraut­blóm fá að njóta sín. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Sveitarómantíkin ríkir í Þykkvabæ.
Sveitaróm­an­tík­in rík­ir í Þykkvabæ. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Fjölskyldan er alsæl í Þykkvabæ og hér eru hjónin ásamt …
Fjöl­skyld­an er al­sæl í Þykkvabæ og hér eru hjón­in ásamt son­um sín­um, Sóloni Eldi og Ses­ari Mána og tík­inni Viðju sem er 3ja ára og er af teg­und­inni Stóri-dan. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Við hlið barsins er alltaf tengdur hljóðnemi, gítar og flygill, …
Við hlið bars­ins er alltaf tengd­ur hljóðnemi, gít­ar og flyg­ill, en Dana er mikið í tónlist svo þeim finnst mjög gam­an að geta boðið upp á smá einka­tón­leika á milli rétta. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Vilhjálmur nýtur þess að vera í sveitinni og finnst ekkert …
Vil­hjálm­ur nýt­ur þess að vera í sveit­inni og finnst ekk­ert skemmti­legra en að vera með fullt hús af mat­ar­gest­um. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Dana er hér með kartöflurnar frá Þykkvabæ sem eru eitt …
Dana er hér með kart­öfl­urn­ar frá Þykkvabæ sem eru eitt það vin­sæl­asta sem boðið er upp á í Hlöðueld­hús­inu. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
Flyginn er mikill gleðigjafi í Hlöðueldhúsinu.
Flyg­inn er mik­ill gleðigjafi í Hlöðueld­hús­inu. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Ingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert