Draumaútieldhúsið orðið að veruleika

Hanna Þóra Helgadóttir er alsæl með nýja útieldhúsið sitt sem …
Hanna Þóra Helgadóttir er alsæl með nýja útieldhúsið sitt sem hún og maðurinn hennar hönnuð sjálf. Ljósmynd/Hanna Þóra Helgadóttir

Draum­ur Hönnu Þóru Helga­dótt­ur mat­ar­blogg­ara og flug­freyju hjá Icelanda­ir um útield­hús hef­ur loks­ins ræst. Hanna Þóra og maður­inn henn­ar höfðu látið sig dreyma um útield­hús í dágóðan tíma og fyrsta skrefið í átt af draumn­um var tekið fyr­ir liðlega þrem­ur árum. Útield­húsið er í stöðugri notk­un þessa dag­ana enda veðrið til þess og Hanna Þóra deil­ir líka með les­end­um ljúf­fengri upp­skrift að bökuð hvít­mylgu­osti sem bakaður er úti í pitsa­ofn­in­um sem þau fluttu sér­stak­lega inn fyr­ir útield­húsið.

„Loks­ins varð útield­húsið að veru­leika en þetta hef­ur átt sér lang­an aðdrag­anda. Við geng­um með nokkr­ar hug­mynd­ir í mag­an­um lengi sem voru á óskalist­an­um fyr­ir drauma­eld­hús. Við vild­um hafa gott borðpláss, geymslupláss, eldofn og góða aðstöðu fyr­ir grillið. Vask­ur var á óskalist­an­um en það var hugsað sem svona extra plús ef það væri hægt,“ seg­ir Hanna Þóra.

Glæsilegt útieldhúsið þeirra. Einingarnar koma úr Ikea og heita Grillskar. …
Glæsi­legt útield­húsið þeirra. Ein­ing­arn­ar koma úr Ikea og heita Grillsk­ar. Það var hægt að velja úr nokkr­um teg­und­um, bæði minni og stærri ásamt vask ein­ingu sem tikkaði í boxið hjá Hönnu Þóru. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Útield­húsið hannað að okk­ar þörf­um

Aðspurð seg­ir Hanna Þóra að þau hafi hannað eld­húsið með það að leiðarljósi að upp­fylla þarf­ir fjöl­skyld­unn­ar. „Eld­húsið þarf að henta okk­ar þörf­um og er um leið rými sem má hafa gam­an að. Okk­ar eld­hús snýst um sam­veru­stund­ir og góðan mat alla leið. Krakk­arn­ir sjá reynd­ar einnig fyr­ir sér að vask­ur­inn sé snilld til að fylla á vatns­byss­ur á góðum degi. Við hönnuðum okk­ar eld­hús sjálf eft­ir ótal klukku­stund­ir í hug­mynda­vinnu á Pin­t­erest. Röðuðum síðan ein­ing­um fram og til baka til að finna bestu út­færsl­una sem mynda henta rým­inu.“ 

Í fyrstu ætluðu þau að smíða inn­rétt­ing­arn­ar sjálf en fundu síðan hillu­ein­ing­ar sem heilluð þau upp úr skón­um. „Við skoðuðum að smíða eld­húsið sjálf en á end­an­um féll­um við fyr­ir ein­ing­un­um sem upp­fylltu þá hönn­un, nota­gildi og hug­mynd­ir sem við höf­um og ein­faldaði alla vinnu við að koma eld­hús­inu upp á styttri tíma en ella.“ Und­ir­bún­ing­ur­inn og fram­kvæmd­in tók samt sem áður sinn tíma. „Það eru akkúrat 3 ár síðan við tók­um ákvörðun um að taka burtu blóma­beðið sem var þarna fyr­ir og langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt sem myndi nýt­ast okk­ur bet­ur. Þegar við skoðuðum húsið okk­ar 2016 þá horfðum við strax á þetta horn og hugsuðum að þarna væri til­valið að setja upp útield­hús. Fram­kvæmd­irn­ar hafa þannig lang­an aðdrag­anda.“

Svona leit svæðið út áður enn draumurinn um útieldhúsið varð …
Svona leit svæðið út áður enn draum­ur­inn um útield­húsið varð að veru­leika. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Byrjuðu á verk­inu í Covid

Í Covid far­aldr­in­um voru all­ir heima um sum­arið og þá fór­um við að græja pall­inn bet­ur og keypt­um okk­ur drauma­sóf­ann, mott­ur og fleira. Sama sum­ar kom ít­alski pitsa­ofn­inn á pall­inn og hann ýtti okk­ur enn frek­ar í að gera fal­lega aðstöðu í kring­um hann. Í vor komu loks­ins ein­ing­ar sem hentuðu okk­ur og voru sú lausn sem við höfðum verið að leita að, þá var ekki aft­ur snúið og allt fór á fullt.“ Ein­ing­arn­ar komu til­bún­ar og það þurfti ein­ung­is að setja þær sam­an. „Pitsa­ofn­inn okk­ar heit­ir ALFA One og kem­ur frá Ítal­íu. Við lét­um sér­p­anta hann fyr­ir okk­ur hjá Progastro hér heima. Ég hef síðan keypt allskon­ar skraut­muni sem hent­ar útield­hús­inu í Banda­ríkj­un­um en ég fer mikið þangað vegna vinnu. Am­eríkan­inn elsk­ar góðar grill­veisl­ur og úti­svæði, því er alls kon­ar fal­legt og nyt­sam­legt til þar sem hent­ar til að hafa úti.“

Borðplássið er afar gott og nýtist vel að sögn Hönnu …
Borðplássið er afar gott og nýt­ist vel að sögn Hönnu Þóru. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Gott borðpláss ómiss­andi

Hönnu Þóru finnst ákveðnir hlut­ir vera ómiss­andi í útield­hús­inu. „Gott nýt­an­legt borðpláss sem við not­um mikið, sér­stak­lega á eyj­unni sem kem­ur út úr eld­hús­inu er ómiss­andi að hafa. Mér finnst mik­il­vægt að hafa stað til að geta und­ir­búið mat­inn og til að raða upp mat og/​eða drykkj­um á fal­leg­an hátt. Smass­borg­ara pann­an á grillið hef­ur komið okk­ur hvað mest á óvart því ham­borg­ar­ar heima hafa bara aldrei verið betri. Þetta er sér­stök aðferð við að grilla borg­ara og snýst um að ná betri brún­un á kjötið en út­kom­an verður svo ein­stak­lega góð. Minn­ir helst á Shake Shack í Banda­ríkj­un­um. Við erum svo að sjálf­sögðu með heima­gerða ham­borg­arasósu sem slær alltaf í gegn. Svo er það pitsa­ofn­inn, við erum ótrú­lega ánægð með hann og hann er mikið notaður. Pitsa­ofn­ar hafa held­ur bet­ur slegið í gegn á Íslandi síðustu ár en ég nota okk­ar eldofn líka í allskon­ar rétti aðra en bara pitsur. Ég geri til að mynda kryddaðar ris­arækj­ur eða bakaðan ost sem er til að mynda í miklu upp­á­haldi.“

Verður notað all­an árs­ins hring

Útield­húsið hef­ur verið vel nýtt und­an­farn­ar vik­ur þó júní hafi verið slapp­ur. „Júní fór nú svo­lítið eins og hann fór en við nýtt­um tím­ann í að þrífa pall­inn og sinna al­mennu viðhaldi á hon­um. Júlí hef­ur hins veg­ar verið dá­sam­leg­ur í alla staði og marg­ar sól­ar­stund­ir á pall­in­um með girni­leg­um mat úr úti eld­hús­inu og drykkj­um á pall­in­um. Heit kakó og grillaðir ban­an­ar, pitsa kvöld, grill­veisl­ur og ham­borg­arapartí í hverri viku. Ynd­is­leg­ur tími fyr­ir fjöl­skyld­una.“ Hanna Þóra þyk­ist viss um að útield­húsið verið notað í vet­ur. „Al­veg klár­lega að ein­hverju leyti. Við grill­um all­an árs­ins hring og not­um pitsa­ofn­inn mikið líka. Þetta er gott borðpláss sem nýt­ist vel við eld­un. Ætli þetta verði ekki vor­boðinn ljúfi næsta vor að und­ir­búa eld­húsið með fal­legu blóm­un­um og sítr­ón­um í skál. Ég hlakka a.m.k. strax til.“

Hanna Þóra deil­ir hér með les­end­um góm­sæt­um bökuðum hvít­myglu­osti sem er upp­lagt er að bjóða upp á í sum­ar­blíðunni á pall­in­um. Hægt er að fylgj­ast með Hönnu Þóru á In­sta­gram reikn­ing henn­ar @hann­athora88.

Girnilegur bakaði hvítmygluosturinn hennar Hönnu Þóru.
Girni­leg­ur bakaði hvít­myglu­ost­ur­inn henn­ar Hönnu Þóru. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Drauma­útield­húsið orðið að veru­leika

Vista Prenta

Bakaður hvít­myglu­ost­ur með syk­ur­lausu sírópi, möndlu­f­lög­um og jarðarberj­um

  • 1 stk. hvít­myglu­ost­ur
  • Möndlu­f­lög­ur eft­ir smekk
  • Syk­ur­laust síróp eft­ir smekk
  • Jarðarber eft­ir smekk
  • Flögu­salt eft­ir smekk
  • Kex og/​eða snittu­brauð að eig­in vali

Aðferð:

  1. Setjið hvít­myglu­ost í pönnu eða mót sem þolir háan hita.
  2. Bakið þar til ost­ur­inn verður mjúk­ur að inn­an.
  3. Takið ost­inn út og toppið með möndlu­f­lög­um og syk­ur­lausu sírópi. Skerið niður jarðarber og leggið yfir og saltið létti­lega með góðu flögu­salti.
  4. Bakið aft­ur þar til sírópið fer að malla ofan á ost­in­um.
  5. Njótið með allskon­ar kexi eða brauði en ég vel ketóvæn­an kost, bæði ostasnakk og hrökkk­ex.
Pitsaofninn heitir ALFA One og kemur frá Ítalíu og var …
Pitsa­ofn­inn heit­ir ALFA One og kem­ur frá Ítal­íu og var sér­p­antaður frá Progastro hér heima. Viðar­kass­ana sá Hanna Þóra í Ikea en þeir eru úr ómeðhöndlaðri furu og því er lítið mál að mála eða bæsa eft­ir smekk. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Rýmið á pallanum er einstaklega vel heppnað þar sem fagurfræðin …
Rýmið á pall­an­um er ein­stak­lega vel heppnað þar sem fag­ur­fræðin og nota­gildið fer sam­an. Hér er eld­hús, borðstofa og stofa. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Ekki amalegt að hafa barborð líka fyrir fallega og góða …
Ekki ama­legt að hafa bar­borð líka fyr­ir fal­lega og góða drykki í sum­ar­blíðunni. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Hillurnar og snagarnir fylgja með bakþiljunum sem þau keyptu með …
Hill­urn­ar og snag­arn­ir fylgja með bakþilj­un­um sem þau keyptu með eld­hús­inu. Þægi­legt að geta fært til og breytt eft­ir því hvað er í notk­un hverju sinni. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Risarækjurnar njóta mikilla vinsælda á heimilinu og eru bakaðar í …
Ris­arækj­urn­ar njóta mik­illa vin­sælda á heim­il­inu og eru bakaðar í pitsa­ofn­in­um. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka