Ljúffengar og sætar stundir Hjá Jóni

Veitingastaðurinn Hjá Jóni býður upp á glæsilegan brönsseðil þar sem …
Veitingastaðurinn Hjá Jóni býður upp á glæsilegan brönsseðil þar sem bragðlaukunum er boðið upp á ævintýralega upplifun í fallegu umhverfi. Samsett mynd

Hjá Jóni er nýr og glæsi­leg­ur veit­ingastaður á hinu nýja og föngu­lega Ice­land Parlia­ment hót­eli við Aust­ur­völl. Staðsetn­ing­in er æv­in­týri út af fyr­ir sig þar sem Dóm­kirkj­an og Alþingi Íslend­inga skarta sínu feg­ursta. Veit­ingastaður­inn er fal­lega inn­réttaður, stíl­hreinn með glæsi­legu yf­ir­bragði, hátt er til lofts og bjart er yfir staðnum. 

Síðustu helgi byrjaði veit­ingastaður­inn með nýj­an og glæsi­leg­an bröns- og kampa­víns­seðil þar sem boðið er upp á ljúf­feng­ar og sæt­ar stund­ir. Mat­ar­vef­ur­inn heim­sótti veit­ingastaðinn þar sem boðið var upp á nýj­an og girni­leg­an bröns­seðil. Mót­tök­urn­ar voru hlý­leg­ar og  höfðing­leg­ar og vísað var til sæt­is við glugga þar sem út­sýnið var hið feg­ursta, tákn­ræn­ar bygg­ing­ar fönguðu augað og iðandi mann­líf fyr­ir utan.

Staðurinn er fallega hannaður, hátt er til lofts, salurinn bjartur …
Staður­inn er fal­lega hannaður, hátt er til lofts, sal­ur­inn bjart­ur og glugg­arn­ir eru til mik­ill­ar prýði. Ljós­mynd/​Hjá Jóni

Fágað yf­ir­bragð og æv­in­týra­leg mat­ar­upp­lif­un

Bröns­seðill­inn býður bragðlauk­un­um upp á æv­in­týra­lega upp­lif­un þar sem hágæða hrá­efni mæt­ast og alþjóðleg­ir straum­ar í mat­ar­gerð eins og þeir ger­ast best­ir. Rauði þráður­inn í seðlin­um eru klass­ísk­ir rétt­ir með hleyptu eggi með fimm út­færsl­um, hverja ann­arri girni­legri. Má þar nefna hið klass­íska Egg Bene­dikt og Royale Egg Bene­dikt með reykt­um laxi. Einnig eru sérrétt­ir Jóns sem kveikja í bragðlauk­un­um með fáguðu yf­ir­bragði, eins og let­ur­hum­ar í hvít­lauk, með smjör­steiktu spínati og hleyptu eggi á enskri múffu með sítr­ónu Hollandaisesósu. Jafn­framt er hægt að panta meðlæti með, ef vill. Síðan eru það freist­ing­arn­ar, hinir ómót­stæðilegu eft­ir­rétt­ir, all­ir svo freist­andi að erfitt er að velja á milli þeirra.

Egg Royale með reyktum laxi er einn af hinum klassísku …
Egg Royale með reykt­um laxi er einn af hinum klass­ísku rétt­um sem í boði eru á bröns­seðlin­um Ljúf­feng­ar og sæt­ar stund­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Reykt­ur lax með hleyptu eggi

Fyr­ir val­inu varð seðill sem ber heitið Ljúf­feng­ar og sæt­ar stund­ir, þar sem byrjað er á kampa­víns­glasi og val­inn er einn klass­ísk­ur rétt­ur og ein freist­ing. Valið að þessu sinni var Egg Royale, sem er reykt­ur lax með hleyptu eggi, smjör­steiktu spínati á enskri múffu ásamt Hollandaisesósu, borið fram með sal­ati á fal­leg­an hátt. Freist­ing­in sem varð fyr­ir val­inu var súkkulaðibrúnka með Omnom kara­mellusósu, vanilluís og fersk­um berj­um. Rétt­irn­ir voru fag­ur­lega born­ir fram og ein­stak­lega góðir. Bragðupp­lif­un­in var ein­stök, svo ljúft að njóta þess­ara rétta með kampa­víns­glasi. Egg Royale með reykta lax­in­um var ótrú­lega gott, Hollandaisesós­an með smá sítr­ónu­keimi og áferðin silkimjúk.

Freist­ing­in, súkkulaðibrúnka, stóðst vænt­ing­ar og vel það. Í fram­haldi var farið í dá­sam­leg­ar pönnu­kök­ur, þær voru svo freist­andi líka, born­ar fram með tonka-sírópi og fersk­um berj­um. Ótrú­lega bragðgóðar og hæfi­lega stór skammt­ur, full­komið með kampa­víns­glasi.

Framúrsk­ar­andi þjón­usta

Þjón­ust­an var framúrsk­ar­andi góð, natið þjón­ustu­fólk og öll fram­setn­ing til fyr­ir­mynd­ar. Yf­ir­mat­reiðslu­meist­ar­inn, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir, toppaði síðan bröns­inn með því að koma og spyrja hvernig hefði smakk­ast og var um­hugað um að upp­lif­un­in væri eins og best væri á kosið. Hún stóð vakt­ina í eld­hús­inu með kokkat­eym­inu sínu, þar sem þau töfruðu fram þessa ljúf­fengu og girni­legu bröns­rétti sem slógu svo sann­ar­lega í gegn.

Það skipt­ir sköp­un þegar mat­ar­gest­ir ætla að gera vel sig og njóta, að allt spili óaðfinn­an­lega sam­an, mót­tök­urn­ar, þjón­ust­an, mat­ur­inn, drykk­irn­ir, fram­reiðslan og um­gjörðin í heild sinni. Það má með sanni segja að teymið Hjá Jóni hafi staðið sig framúrsk­ar­andi vel til þess að mat­ar­upp­lif­un­in yrði góð og eft­ir­minni­leg. Virki­lega vel heppnað að para bröns­seðil­inn með kampa­víni fyr­ir þá sem það vilja og aðrir góðir drykk­ir bæði óá­feng­ir og áfeng­ir koma jafn­framt vel út.

Útsýnið er táknrænt og fagurt.
Útsýnið er tákn­rænt og fag­urt. Ljós­mynd/​Aðsend
Mímósubarinn skartar sínu fegursta og kampavínið fær að njóta sín.
Mímósu­bar­inn skart­ar sínu feg­ursta og kampa­vínið fær að njóta sín. Ljós­mynd/​Aðsend
Hinn klassíski Egg Benedikt af betri gerðinni, sveitaskinkan kemur með …
Hinn klass­íski Egg Bene­dikt af betri gerðinni, sveita­skink­an kem­ur með bragðið og gleður bragðlauk­ana. Ljós­mynd/​Aðsend
Freistingarnar eru dýrðlegar og fanga bæði auga og munn. Hér …
Freist­ing­arn­ar eru dýrðleg­ar og fanga bæði auga og munn. Hér er súkkulaðibrúnk­an. Ljós­mynd/​Aðsend
Dýrðlegar amerískar pönnukökur prýða brönsseðilinn með ferskum berjum og sírópi.
Dýrðleg­ar am­er­ísk­ar pönnu­kök­ur prýða bröns­seðil­inn með fersk­um berj­um og sírópi. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljúft er að para saman kampavín og freistingar á góðum …
Ljúft er að para sam­an kampa­vín og freist­ing­ar á góðum degi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert