Girnilegar sumarskálar frá Ísey Skyr Bar

Nýjustu skyrskálarnar frá Ísey skyr bar eru einstaklega gómsætar og …
Nýjustu skyrskálarnar frá Ísey skyr bar eru einstaklega gómsætar og orkuríkar. Ljósmynd/Aðsend

Skyrskál­ar hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá lands­mönn­um og er­lend­um ferðamönn­um síðustu miss­eri og er óhætt að segja að nýj­ustu skál­arn­ar hjá Ísey Skyr Bar hafi slegið í gegn.

„Jök­uls­ár­lón og Rauðis­and­ur eru góm­sæt­ar sum­arskál­ar sem sækja inn­blást­ur í ís­lenska nátt­úru og eru í boði nú yfir sum­ar­tím­ann en þær eru allt í senn prótein­rík­ar, áferðar­mjúk­ar og ein­stak­lega góm­sæt­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Ísey Skyr Bar. 

Það kenn­ir ým­issa grasa á mat­seðlin­um hjá Ísey Skyr Bar þar sem leikið sér er með bragð á alls kyns orku­rík­um og holl­um hrá­efn­um á einni og sömu und­ir­stöðunni; ís­lenska skyr­inu.

Jök­uls­ár­lón og Rauðis­and­ur nýj­asta nýtt

Jök­uls­ár­lón er fag­ur­blá og inni­held­ur kó­kosskyr og bláa spiru­l­inu í botn­in­um, blöndu af jarðarberj­um, hind­berj­um, döðlum og epl­um sem milli­lag og á toppn­um er bragðgott granóla, kara­mellu­kó­kos­flög­ur, dökkt stevía súkkulaði og hnetu­smjör.

Rauðis­and­ur inni­held­ur creme brulée skyr í botn­in­um og sama milli­lag og topp og Jök­uls­ár­lón.

„Hvort sem þig dreym­ir um ís­kalda holl­ustu eða rauðan sand og sól erum við þess full­viss um að skyr­unn­end­ur verða ekki svikn­ir af þess­um bragðgóðu sum­arskál­um en báðar skál­ar fást nú á öll­um Ísey Skyr Bar stöðum lands­ins sem eru hvorki meira né minna en ell­efu tals­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert