Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fer ótroðnar slóðir í matarvali. Margir halda sér við sér íslenskan sið og smyrja klípu af smjöri á harðfiskinn en óhætt er að segja að Áslaug Arna hafi tekið þá venju og kastað henni út um gluggann.
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum gæddi ráðherrann sér á íslenskum harðfiski með tabasco-sósu og lét vel af þeirri samsetningu. Miðað við myndefnið sem hún birti í hringrás (e. story) sinni á Instagram í gær, er hún stödd í veiðiferð um þessar mundir.
Endurbirti hún hringrás sjónvarpsmannsins Huga Halldórssonar sem fullyrðir að þessi samsetning „breyti leiknum“. Nú er um að gera safna í sig kjarki og smakka!