Prýðisgott pipar- og paprikuosta lasagne

Tryggvi Freyr Torfason hefur ekki eldað lasagne á annan hátt …
Tryggvi Freyr Torfason hefur ekki eldað lasagne á annan hátt en með ostum eftir að hann uppgötvaði pipar- og paprikuosta uppskriftina. Samsett mynd

Tryggva Frey Torfa­son þekkja marg­ir en hann er einn af þrem­ur stjórn­end­um hlaðvarpsþátt­anna Þarf alltaf að vera grín? sem eru meðal vin­sæl­ustu hlaðvarpsþátta lands­ins. Tryggvi er mörg­um mann­kost­um gædd­ur. Hann er ekki bara skemmti­leg­ur held­ur er hann líka mik­ill meist­ara­kokk­ur.

Tryggvi hef­ur verið dug­leg­ur við að deila áhuga sín­um á elda­mennsku inn­an Þarf alltaf að vera grín? sam­fé­lags­ins og vakið mikla lukku. Hér er ekk­ert verið að grín­ast og varp­ar Tryggvi Freyr ljósi á sér­deil­is ljúf­fengt lasagne sem hann hef­ur verið að þróa und­an­far­in ár. 

„Lasagne  er eig­in­lega upp­á­halds­mat­ur­inn minn,“ seg­ir Tryggvi spurður út í til­urð rétt­ar­ins. „Ég á minn­ingu frá því þegar ég var lít­ill að koma heim eft­ir fót­boltaæf­ingu og mamma var búin að elda lasagne og hvít­lauks­brauð. Það var alltaf svo­lítið topp­ur­inn á til­ver­unni,“ seg­ir hann.

„Svo mörg­um árum seinna var ég að elda sjálf­ur og klúðrari alltaf þess­ari klass­ísku béchamel sósu og þá datt mér í hug svona osta út­gáfu af lasagne. Síðan þá hef­ur ekki verið aft­ur snúið og hef ég ekki gert lasagne með nein­um öðrum hætti.“

Prýðisgott pipar- og paprikuosta lasagne

Vista Prenta

Pip­ar- og papriku­osta lasagne að hætti Tryggva

Fyr­ir stórt eld­fast­mót

Hrá­efni:

  • Lasagne-plöt­ur
  • 500 ml rjómi og hálf­ur peli rjómi
  • 2 stk. pip­arost­ar frá MS
  • 2 stk. papriku­ost­ar frá MS
  • 2x 500 - 600 gr nauta­hakk
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 2 krukk­ur af pastasósu frá Euros­hopp­er 
  • Rif­inn ost­ur að eig­in vali. Mælt er með Sveita­bita frá MS sem er rif­inn niður.

Aðferð:

  1. Byrjaðu á að bræða pip­ar- og papriku ost­ana sam­an með rjóm­an­um. Ég mæli með að rífa ost­inn og bæta rjóm­an­um við hægt og ró­lega á meðan ost­ur­inn bráðnar. Gott er að gefa sér smá tíma í ostasós­una svo hún verði ekki of þykk eða þunn. Það þarf ekki að nota all­an rjómann enn þú munt nota 500 ml í það minnsta.
  2. Þar sem þetta er nokkuð stór upp­skrift að þá hef ég steikt hakkið í tveim­ur hlut­um.
  3. Steiktu hakkið. Saltaðu og pipraðu eft­ir smekk.
  4. Saxaðu 2 hvítlauks­geira (má sleppa).
  5. Settu svo hvít­lauk­inn ofan í hakkið og steik­ir sam­an í um það bil 2 mínút­ur.
  6. Svo bland­arðu pastasós­unni við hakkið.
  7. Því næst læt­urðu allt malla aðeins, í minnst 10 mín­út­ur. Því leng­ur því betra.

„Layout“ aðferð:

Þegar hingað er komið verður þú að vera búin/​n að verða þér út um stórt eld­fast­mót sem rúm­ar alla upp­skrift­ina. Svo þarf að hefjast handa við að setja hakk, ostasósu, plöt­ur, lag eft­ir lag ofan í eld­fasta­mótið.

  • Hakk
  • Osta­sósa
  • Lasagne-plötur
  • Hakk
  • Osta­sósa
  • Lasagne-plötur
  • Og svo fram­veg­is..
  • Svo er gott að enda á að sáldra rifn­um osti yfir allt.

Því næst fer lasagne-ið inn í ofn í 30 mín­út­ur á 180° á und­ir og yfir hita. Síðustu 3 - 4 mín­út­urn­ar er sniðugt að stilla ofn­inn á grill til að fá fal­leg­an lit á ost­inn, en það er smekks­atriði.

Berið fram með heima­bökuðu eða til­búnu hvítlauks­brauði og hrásal­ati til hliðar. 

Það fer enginn svangur heim úr matarboði hjá Tryggva og …
Það fer eng­inn svang­ur heim úr mat­ar­boði hjá Tryggva og fjöl­skyldu. Rétt­ur­inn sam­an­stend­ur af hakki, plöt­um og ostasós­unni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert