Miðaldra í smá kaffikrísu

Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, var komin í …
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, var komin í kaffi krísu en fann lausnina. mbl.is/Hákon Pálsson

Það er fátt sem veit­ir mörg­um jafn mikla gleði og góður sterk­ur kaffi­bolli strax á morgn­ana. Ein þeirra sem sem get­ur varla án þess verið er Kristjana Dröfn Har­alds­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, heil­su­markþjálfi, jóga­kenn­ari og nudd­ari.

Jana hef­ur mik­inn áhuga á heilsu­sam­leg­um lífs­stíl fyr­ir lík­ama og sál. Hún á og rek­ur fyr­ir­tækið Nær­andi líf og held­ur úti heimasíðunni Nær­andi líf þar sem hún birt­ir gjarn­an upp­skrift­ir úr sinni smiðju.

„Ég veit vel, líf mitt er frek­ar sorg­legt, hvað varðar þetta kaffiþamb. En það er þessi nær­andi morg­un­venja sem frísk­ar upp á heil­ann minn fyr­ir verk­efni dags­ins sem ég hef haldið svo fast í. Reynd­ar kannski eins og fleiri nýti ég mér kaffi til að fá orku­skot til þess eitt að halda út dag­inn. Við fáum okk­ur kaffi til þess að fá tíma­bundna orku,“ seg­ir Jana.

Miðaldra með horm­óna­ó­jafn­vægi

Það rann upp fyr­ir mér einn dag­inn að ég var orðin miðaldra, eins ynd­is­legt og það er. Þannig að þessi sterki ynd­is­legi morgunkaffi­bolli var kannski ekki það besta fyr­ir horm­ón­anna mína sem eru í pínu ójafn­vægi þessa dag­ana. Reynd­ar var ég líka að fá mér nokkra kaffi­bolla yfir dag­inn, sem hefur líka áhrif. Ég fann út að þetta var kannski ekki það skyn­sam­leg­ast sem ég gat gefið mér í morg­uns­árið. Ég áttaði mig á því að kaffið var að hafa meiri áhrif á mig held­ur en ég gerði mér grein fyr­ir hvað varðar orku, vellíðan og streitu.

Jana fór því að huga að því hvernig í ósköp­um hún gæti farið að sleppa kaffi­boll­an­um. „Í al­vöru, þá get ég nú al­veg sleppt öll­um verk­efn­um dags­ins, pakkað sam­an og dregið sæng­in upp fyr­ir haus. Í hrein­skilni sagt get ég al­veg lofað ykk­ur því að ég væri mjög lík­lega ekki skemmti­leg­ur fé­lags­skap­ur án kaffi­boll­ans,“ seg­ir Jana og hlær. 

Þannig var að ég var kom­in í mjög náið sam­band við kaffi­boll­ann á þess­um tíma. Ég var kom­in í haltu mér slepptu mér sam­band við boll­ann. Suma daga reyndi ég að sleppa boll­an­um með viðeig­andi sorg og geðillsku og hinn dag­inn gat ég sann­fært heil­ann minn með ýms­ir kon­ar blekk­ing­um eins og: „Jana mín fáðu þér einn bolla án eða að þetta hef­ur eng­in áhrif á þig eða þína horm­óna.“

Virkni kaffi í staðinn fyr­ir venju­legt kaffi

Í raun langaði Jönu ekk­ert að sleppa kaff­inu en lík­ami henn­ar var ekki al­veg á því. Mig langaði samt að byrja dag­inn bet­ur og leyfa horm­ón­un­um mín­um að blómstra. Sér­stak­lega í ljósi þess að þeir minnka með til­heyr­andi ald­ur og með til­heyr­andi óþæg­ind­um. Þannig var ég fór aðeins á stúf­ana. Ég fór á In­ter­netið, las mér til og fann út að kaffi­heim­ur­inn er að breyt­ast. Ég fann út að all­ir voru að tala um Functi­onal kaffi (ís­lensk þýðing hag­nýtt kaffi) Ég nota virkni kaffi,“ seg­ir Jana og á í raun erfitt með finna rétt ís­lenska heitið yfir þetta kaffi. 

Functi­onal kaffi eða virkni kaffi,  er kaffið sem flest­ir þekkja og elska en með bættri blöndu af aðlög­un­ar­efn­um eins og t.d svepp­um, stund­um próteini, stund­um jurt­um eins og CBD og túr­merik, og jafn­vel stund­um Probiotics. Jafn­vel get­ur Functi­onal kaffi verið al­veg til­búið þegar þú kaup­ir þér poka, þá er búið að bæta við Adap­togens eins og svepp­um við kaffið í brennslu­ferl­inu. Eina sem þú ger­ir er að kaupa poka af sveppakaffi og býrð þér svo til ynd­is­leg­an kaffi­bolla sem af­stýr­ir orku hruni og stuðlar að ein­beit­ingu og jafn­vel betri ró, ásamt því að kaffið er sýru minna en venju­legt kaffi. Á þessu brölti mínu á net­inu fór ég að sýna þessu nýja kaffi­formi mik­inn áhuga. Ég hafði stund­um sett kó­kosol­íu í venju­lega kaffið mitt, en ekk­ert gert neitt meira með það. Það var ekki fyrr en ég var stödd á vöru­sýn­ingu með líf­ræn­ar vör­ur í Þýskalandi í fe­brúar síðastliðinn að ég fann fram­leiðanda sem hef­ur sett sveppi út í kaffið, þá í brennslu­ferl­inu. Þetta kaffi er líf­rænt sveppakaffi. Þetta er frá­bært kaffi, með góðri virkni og ekki skemm­ir fyr­ir hvað það er bragð gott.

Hvað er sveppakaffi?

Sveppakaffi er næsta kyn­slóð af kaffi. Ein­stakt sýru­lítið Functi­onal” sveppakaffi, sem bragðast eins vel og upp­á­halds kaffi­boll­inn ykk­ar og skaðar ekki heils­una. Það var ein­mitt þar sem ég stoppaði við þegar ég var að kynn­ast þessu kaffi. Get ég virki­lega fengið mér gott kaffi án auka­verk­ana. Svepp­irn­ir virka sem svo­kallaðir adap­togens og geta aðstoðað við að draga úr streitu­viðbrögðum koff­íns­ins og auka­verk­un­um sem fylgja koff­ínn­eyslu.

Aðspurð seg­ir Jana að sveppirnir séu aðlög­un­ar­efni (Adap­togen planta) sem hjálpa til við að styðja við varn­ar­kerfi lík­am­ans, draga úr orku­leysi og kem­ur í veg fyr­ir síþreytu, ásamt því að hjálpa lík­am­an­um að tak­ast á við streitu og álag. Svepp­ir styðja við að tak­ast bet­ur á við streitu, álag og kvíða. Svepp­ir styðja líka við jafn­vægi fyr­ir horm­óna­fram­leiðslu lík­am­ans. Adap­togen vinna vel að því að virkja lík­ams­starf­sem­ina án auka­verk­ana. Svepp­irn­ir eru ekki meðferð eða til að lækna en geta þeirra er ein­stök til þess að styðja við nátt­úru­legt varn­ar­kerfi lík­am­ans gegn álagi dag­legs lífs,“ seg­ir Jana og bæt­ir við að svepp­irn­ir stuðli að minni sýru­stigi í kaff­inu.

Ra hyg­ge sveppakaffið

Ra hyg­ge er kaffi með lágu sýru­stigi, er eina heil­bauna sveppakaffið sem er líf­rænt. Kaffið er unnið frá smá­bænd­um í Perú sem hugsa vel um um­hverfið og fólkið sem rækt­ar kaffið.  Hyg­ge not­ar líf­rænt sveppaþykkni sem hef­ur góð áhrif á lík­amann í lang­an tíma, stuðla að jafn­vægi  og kem­ur í veg fyr­ir jitters(skjálfta) áhrif frá kaff­inu.

Í dag nýt ég þess að fá mér góða kaffi­bolla án þess að kaffið hafi áhrif á mig. Ég hef líka minnkað kaffi neysl­una. Ég drekk um það bil 2 bolla á dag og fíla það í botn. Mér finnst bara svo geggjað að fá mér gott kaffi á morgn­anna. Njóta ilms­ins og bragðsins. Ég er líka dug­leg að gera mér allskon­ar kaffi­drykki með allskon­ar jurt­um, jurtamjólk og líka ískaffi. Það sem veit­ir mér líka vellíðan er að vita að ég er að drekka gott kaffi án auka­efna. Allir sem elska kaffi ættu að geta drukkið kaffi án þess að finna fyr­ir auka­verk­un­um, auk þess að fá betri kaffi upp­lif­un,“ seg­ir Jana að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert