Sumarlegir borgarar og krúttlega sætar pavlovur fyrir sælkera

Berglind Hreiðarsdóttir lífsstíls- og matarbloggari sem er þekkt fyrir kræsingar …
Berglind Hreiðarsdóttir lífsstíls- og matarbloggari sem er þekkt fyrir kræsingar sínar galdrar hér fram rétti sem eiga vel við í sumarblíðunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir, lífs­stíls- og mat­ar­blogg­ar­inn ást­sæli sem held­ur úti síðunni Gotte­rí og ger­sem­ar, er ótrú­lega frjó og hug­mynda­rík þegar kem­ur að því að setja sam­an ljúf­fenga og fal­lega rétti.

Síðustu daga hef­ur veður­blíðan leikið við lands­menn og þá lang­ar alla í kræs­ing­ar sem eiga vel við í blíðunni. Ekk­ert er betra er grillaðar kræs­ing­ar og létt­ir og fersk­ir eft­ir­rétt­ir og það veit Berg­lind.

Berg­lind út­bjó tvo dá­sam­lega rétti fyr­ir les­end­ur sem eiga vel við þessa dag­ana, ann­ars veg­ar sum­ar­lega og bragðgóða mexí­kó­borg­ara og hins veg­ar krútt­leg­ar og góm­sæt­ar pavlov­ur sem stein­liggja í eft­ir­rétt.

Mexíkóborgarinn stökki lítur girnilega út með guðdómlega ljúffengu gvakamóle og …
Mexí­kó­borg­ar­inn stökki lít­ur girni­lega út með guðdóm­lega ljúf­fengu gvaka­móle og osti. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Stökk­ur kjúk­ling­ur og nachos

„Ég var að koma úr stuttu sum­ar­fríi í síðustu viku og þar sem veðrið hef­ur held­ur bet­ur leikið við okk­ur langaði mig að út­búa eitt­hvað sum­ar­legt, ferskt, fal­legt og gott! Mexí­kó­borg­ari og suðræn­ar pavlov­ur eru full­kom­in blanda ef ykk­ur lang­ar að gera vel við ykk­ur og hér koma þess­ar upp­skrift­ir fyr­ir ykk­ur að njóta,“ seg­ir Berg­lind.

Það er gam­an að gera mis­mun­andi út­færsl­ur af ham­borg­ur­um, hvort sem það er með buffi, kjúk­lingi eða bara hverju sem er. „Stökk­ur kjúk­ling­ur, gvaka­móle og nachos­flög­ur klikka ekki og mexí­kó­kryddost­ur­inn set­ur sann­ar­lega punkt­inn yfir i-ið í þess­um rétti. Guðdóm­leg­ir og sum­ar­leg­ir borg­ar­ar sem ég mæli með að all­ir prófi,“ seg­ir Berg­lind.

Pavlovurnar gleðja augað, litlar og krúttlegar, fagurlega skreyttar með jarðarberjum …
Pavlovurn­ar gleðja augað, litl­ar og krútt­leg­ar, fag­ur­lega skreytt­ar með jarðarberj­um og ástar­ald­ini, full­komn­ar í eft­ir­rétt. Ljós­mynd/​Berlind Hreiðars

Krútt­leg­ar pavlov­ur með freyðivíni

Þegar kem­ur að eft­ir­rétt­um er vin­sælt að þeir séu ekki of stór­ir og að fersk­leik­inn sé í fyr­ir­rúmi eft­ir aðal­rétt­inn. „Ég elska mar­engs og mun seint fá leið á að út­búa eitt­hvað nýtt í þeim efn­um. Að gera litl­ar pavlov­ur er eitt af því sem ég elska því þær eru eitt­hvað svo krútt­leg­ar og pass­leg­ar sem eft­ir­rétt­ur eða hluti af hlaðborði. Ég var að prófa að gera mascarpo­ne-rjóma­fyll­ingu og út­kom­an var und­ur­sam­leg. Jarðarber­in og ástríðuávöxt­ur­inn færa síðan fersk­leika yfir rétt­inn og þess­ar kök­ur voru al­veg full­komn­ar. Með þeim var ég síðan með óá­fengt búbblu­vín með jarðarberj­um ofan í og er fólki að sjálf­sögðu frjálst að nota hvaða kampa­vín, freyðivín eða rósa­vín sem það ósk­ar.“

Sumarlegir borgarar og krúttlega sætar pavlovur fyrir sælkera

Vista Prenta

Kjúk­linga­borg­ari með mexí­kóosti

5 stykki

  • kjúk­linga­læri í nachos-hjúp
  • 5 úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 50 g hveiti
  • 1 egg (pískað)
  • 70 g Do­ritos (blátt, mulið)
  • 30 g Pan­ko-rasp
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft
  • 1 tsk. papriku­duft
  • ½ tsk. pip­ar
  • 1-1½ mexí­kó­kryddost­ur
  • 5 x skóla­ost­ur í sneiðum
  • matarol­íu­sprey

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Setjið kjúk­linga­bit­ana í poka og lemjið aðeins niður með buff­hamri til að þynna/​jafna þá út. Setjið hveiti í eina skál, pískað egg í aðra og Do­ritos, Pan­ko og kryddið í þá þriðju.
  3. Dýfið síðan hverj­um bita fyrst í hveiti, dustið vel af, dýfið næst í eggja­blönd­una og að lok­um í Do­ritos-raspið og þekið vel.
  4. Raðið á ofn­grind, spreyið vel með matarol­íu­spreyi og setjið í ofn í um 25 mín­út­ur.
  5. Bætið þá ost­in­um ofan á hvern bita og eldið áfram í ofn­in­um í 5 mín­út­ur.

Gvaka­móle

  • 3 stk. avóka­dó
  • 1 dós piccolo-tóm­at­ar (180 g)
  • ½ rauðlauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif (rif­in)
  • ½ lime (saf­inn)
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pip­ar

Aðferð:

  1. Stappið avóka­dó og skerið tóm­ata og rauðlauk smátt. Blandið öllu sam­an í skál og geymið í kæli fram að notk­un.

Annað hrá­efni og sam­setn­ing

  • 5 bri­oche-ham­borg­ara­brauð
  • maj­ónes
  • blaðsal­at
  • Do­ritos-flög­ur
  • kórí­and­er

Aðferð:

Smyrjið brauðið með maj­ónesi. Raðið síðan sal­ati, Do­ritos-flög­um, káli, kórí­and­er, kjúk­lingi og gvaka­móle á neðra brauðið og lokið síðan með því efra. Njótið með nachos-flög­um.

Pavlov­ur með mascarponerjóma­fyll­ingu

15-20 stykki eft­ir stærð

Mar­engs

  • 5 eggja­hvít­ur
  • 5 dl púður­syk­ur

Aðferð:

Þeytið eggja­hvít­urn­ar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykr­in­um sam­an við í nokkr­um skömmt­um.

Stífþeytið þar til topp­arn­ir halda sér og sprautið á bök­un­ar­plötu (eða setjið á með tveim­ur mat­skeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta fyll­ing­unni í eft­ir bakst­ur.

Bakið við 110°C í 60 mín­út­ur og leyfið mar­engs­in­um síðan að kólna inni í ofn­in­um í að minnsta kosti klukku­stund áður en fyll­ing­in er sett í.

Fyll­ing og skraut

  • 200 g mascarpo­ne-ost­ur
  • 50 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 300 ml rjómi
  • 250 g jarðarber
  • 2-3 ástar­ald­in
  • 40 g saxað suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Blandið mascarpo­ne-osti, flór­sykri og vanillu­sykri var­lega sam­an í hræri­vél­ar­skál með þeyt­ar­an­um.
  2. Hellið þá rjóm­an­um sam­an við og þeytið á meiri hraða þar til bland­an verður stíf eins og rjómi (var­ist að blanda of lengi).
  3. Sprautið á pavlovurn­ar og toppið með jarðarberj­um, ástar­ald­ini og söxuðu súkkulaði.
  4. Berið fal­lega fram og njótið.
Freyðivínið verður svo sumarlegt og fallegt með jarðarberjunum út í.
Freyðivínið verður svo sum­ar­legt og fal­legt með jarðarberj­un­um út í. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars
Pavlovurnar eru fallegar fyrir augað og dýrðlegar í sumarbúningi.
Pavlovurn­ar eru fal­leg­ar fyr­ir augað og dýrðleg­ar í sum­ar­bún­ingi. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert